Tiger á að finna gamla þjálfarann | Trevino gefur Tiger góð ráð 17. febrúar 2012 13:00 Tiger Woods er hér með fyrrum samstarfsmönnum sínum. Hank Haney lengst til vinstri, Steve Williams og lengst til hægri er Butch Harmon. Getty Images / Nordic Photos Lee Trevino, sem á sínum tíma var einn besti kylfingur heims, gaf Tiger Woods föðurlegar ábendingar í viðtali sem tekið var við hann á ESPN í Dallas. Hinn þaulreyndi Trevino sagði að Tiger ætti að finna sér hús í nágrenni við golfkennararann Butch Harmon, banka síðan upp á hjá Harmon og segja „hæ nágranni," sagði Trevino en Harmon var þjálfari Tiger Woods á upphafsárum hans á PGA mótaröðinni. Það hefur ekkert gengið upp hjá Tiger á undanförnum tveimur og hálfu ári. Hann hefur skipt um þjálfara, aðstoðarmenn en þrátt fyrir það hefur fátt breyst til hins betra. Á sama tíma virðist Phil Mickelson vera á uppleið en svo skemmtilega vill til að þjálfari Mickelson er Butch Harmon. Harmon og Tiger unnu náið saman á árunum 1996-2002 en á þeim tíma var Tiger í sérflokki á PGA mótaröðinni. Hann sigraði á bandaríska áhugamannamótinu í þriðja sinn á ferlinum á meðan Harmon var þjálfari hans, Tiger vann átta stórmót á þessum tíma og þar meðal hinn ótrúlegi sigur á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2000 á Pebble Beach – þar sem Tiger vann með 15 högga mun. Trevino var eins og áður segir einn besti kylfingur heims en hann landaði sex risatitlum á ferlinum. Að mati Trevino hefur Tiger farið í gegnum of margar breytingar á undanförnum árum. Hank Haney fór að vinna með Tiger eftir að það slettist upp á vinskapin hjá Tiger og Harmon. Í dag er Sean Foley þjálfari Tiger Woods. „Ég er veit að það eru einhver óuppgerð mál hjá þeim Tiger og Hank. Ég hef ekki rætt við Hank í nokkur ár, og ég veit ekki hvort stolt Tiger Woods sé of mikið til þess að óska eftir aðstoð. Það eina sem ég veit er að golfið hjá Tiger Woods er í tómu rugli og hann þarf að gera eitthvað í því. Butch Harmon er lausnin að mínu mati," sagði Trevino m.a. í viðtalinu. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lee Trevino, sem á sínum tíma var einn besti kylfingur heims, gaf Tiger Woods föðurlegar ábendingar í viðtali sem tekið var við hann á ESPN í Dallas. Hinn þaulreyndi Trevino sagði að Tiger ætti að finna sér hús í nágrenni við golfkennararann Butch Harmon, banka síðan upp á hjá Harmon og segja „hæ nágranni," sagði Trevino en Harmon var þjálfari Tiger Woods á upphafsárum hans á PGA mótaröðinni. Það hefur ekkert gengið upp hjá Tiger á undanförnum tveimur og hálfu ári. Hann hefur skipt um þjálfara, aðstoðarmenn en þrátt fyrir það hefur fátt breyst til hins betra. Á sama tíma virðist Phil Mickelson vera á uppleið en svo skemmtilega vill til að þjálfari Mickelson er Butch Harmon. Harmon og Tiger unnu náið saman á árunum 1996-2002 en á þeim tíma var Tiger í sérflokki á PGA mótaröðinni. Hann sigraði á bandaríska áhugamannamótinu í þriðja sinn á ferlinum á meðan Harmon var þjálfari hans, Tiger vann átta stórmót á þessum tíma og þar meðal hinn ótrúlegi sigur á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2000 á Pebble Beach – þar sem Tiger vann með 15 högga mun. Trevino var eins og áður segir einn besti kylfingur heims en hann landaði sex risatitlum á ferlinum. Að mati Trevino hefur Tiger farið í gegnum of margar breytingar á undanförnum árum. Hank Haney fór að vinna með Tiger eftir að það slettist upp á vinskapin hjá Tiger og Harmon. Í dag er Sean Foley þjálfari Tiger Woods. „Ég er veit að það eru einhver óuppgerð mál hjá þeim Tiger og Hank. Ég hef ekki rætt við Hank í nokkur ár, og ég veit ekki hvort stolt Tiger Woods sé of mikið til þess að óska eftir aðstoð. Það eina sem ég veit er að golfið hjá Tiger Woods er í tómu rugli og hann þarf að gera eitthvað í því. Butch Harmon er lausnin að mínu mati," sagði Trevino m.a. í viðtalinu.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira