Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði Birgir Þór Harðarson skrifar 17. febrúar 2012 22:45 Michael Schumacher kostar sitt. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira