Fleiri útboð á döfinni Karl Lúðvíksson skrifar 1. febrúar 2012 09:39 Mynd af www.svfr.is Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði
Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði