Íslensku hrosshárin slógu í gegn Karl Lúðvíksson skrifar 3. febrúar 2012 09:17 Mynd af www.svfr.is Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar. Að þessu sinni var Sigurði Héðni "Haugi" boðið að koma á sýninguna og hnýta sínar flugur og sýna. Ekki er vitað til þess að íslenskum hnýtara hafi verið boðið á þessa sýningu áður. Sigurður var í góðum hópi um 60 hnýtara og hans flugum var ákaflega vel tekið. Á sýningunni kynnti Sigurður einnig efni í hnýtingar eða hár af íslenska hestinum. Hárið kemur af folöldum og selur Sigurður það undir nafninu Arctic Runner. Nýtt efni í hnýtingar vekur ávallt athygli og fékk efnið, sem Sigurður hefur verið með í vöruþróun í nokkur ár, mjög góðar viðtökur. Efnið fæst í íslenskum veiðivöruverslunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði
Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar. Að þessu sinni var Sigurði Héðni "Haugi" boðið að koma á sýninguna og hnýta sínar flugur og sýna. Ekki er vitað til þess að íslenskum hnýtara hafi verið boðið á þessa sýningu áður. Sigurður var í góðum hópi um 60 hnýtara og hans flugum var ákaflega vel tekið. Á sýningunni kynnti Sigurður einnig efni í hnýtingar eða hár af íslenska hestinum. Hárið kemur af folöldum og selur Sigurður það undir nafninu Arctic Runner. Nýtt efni í hnýtingar vekur ávallt athygli og fékk efnið, sem Sigurður hefur verið með í vöruþróun í nokkur ár, mjög góðar viðtökur. Efnið fæst í íslenskum veiðivöruverslunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði