Sport

Helga Margrét yfir 1,74 metra í hástökkinu | Í 4. sæti eftir tvær greinar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir er í fjórða sæti eftir fyrstu tvær greinarnar í fyrstu fimmtarþraut sinni á þessu innanhússkeppnistímabili. Helga Margrét er að keppa EAA Permit móti í Tallinn í Eistlandi.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir kom til baka eftir ekki nógu gott 60 metra grindarhlaup og stóð sig ágætlega í hástökkinu þar sem að hún stökk 1,74 metra og fékk 903 stig fyrir. Helga Margrét hafði mest stokkið 1,73 metra á þessu tímabili og fór bara yfir 1,71 metra (867 stig) þegar hún setti Íslandsmetið í fimmtarþraut árið 2010.

Helga Margrét fór yfir 1,62 metra, 1,65 metra, 1,68 metra, 1,71 metra og 1,74 metra í fyrstu tilraun en felldi síðan 1,77 metra þrisvar sinnum.

Helga Margrét hefur þar með fengið 1807 stig í fyrstu tveimur greinunum og er aðeins tíu stigum frá þriðja sætinu.

Lettinn Lettinn Laura Ikauniece hefur byrjað frábærlega og er þegar komin með 2008 stig eftir tvær greinar. Heimastúlkan Mari Klauf er í 2. sæti með 1932 stig og norska stelpan Ida Marcussen er síðan rétt á undan Helgu.

Næsta grein er kúluvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×