Innlent

Á­kærður fyrir aðild að úraráni - átti að koma þýfinu úr landi

Stuttu eftir ránið þann 17. október síðastliðinn.
Stuttu eftir ránið þann 17. október síðastliðinn. mynd/stöð 2

Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir aðild sína að ráni í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi í október síðastliðnum Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi eftir að þýfið fannst í fórum hans en talið er að hann hafi átt að koma því úr landi.

Þrír menn réðust inn í verslunina vopnaðir dótabyssum og stálu þaðan úrum að verðmæti 50 milljónum króna.

Þeir fóru hins vegar úr landi strax eftir ránið og eru staddir í heimalandi sínu Póllandi. Til stendur að biðja pólsk yfirvöld um að rétta yfir mönnunum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×