Nýtt ár - breytt mataræði Borghildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri MatAsks skrifar 13. janúar 2012 19:15 Borghildur, fyrrum einkaþjálfari, gefur lesendum Vísis góð ráð þegar kemur að mataræði. Ef þú ert ein(n) af þeim sem ætlar að bæta mataræðið núna eftir hátíðirnar, þá gæti þessi pistill kannski nýst þér til að rifja upp og skerpa hugann. Nokkur aðalatriði er þó mikilvægt að hafa í huga. Það helsta er að hugsa aðeins fram í tímann með hvað þú ætlar að bjóða þér og þínum upp á, því þá eru miklu minni líkur á því að þú fáir þér eitthvað óhollt. Gerðu t.d. lista yfir kvöldmáltíðir vikunnar. Hafðu með þér nesti, s.s. ávexti og ekki gleyma vatnsbrúsanum hvert sem þú ferð. Hér eru því nokkrar hugmyndir hvernig hægt er að breyta mataræðinu með einföldum og lystugum hætti.Skiptu úr steika fisknum fyrir ofnbakaðan, gufusoðinn eða grillaðan Margir nota rasp þegar fiskur er steiktur, en ég mæli eindregið með að skipta honum út fyrir lífrænt maísmjöl og sesamfræ. Mundu líka eftir brúnum eggjum eða Omega eggjum til að velta upp úr. Bæði af vistvænum og heilsulegum ástæðum. En hinar eldunaraðferðirnar eru heilusamlegri kostir en að steikja og næringarefnin komast frekar alla leið til þín.Skiptu út "löðrandi" pizzunni fyrir heimagerða(spelt)pizzu Googlað-u "uppskrift af speltpizzu" og þá færðu margar flottar uppskriftir af pizzadeigi og sósu. Mæli sérstaklega með uppskriftinni frá Café Sigrún. Ef ykkur vantar hugmyndir af hollu áleggi þá finnst mér æðislegt að nota léttan fetaost, furuhnetur, brokkolí, klettasalat (eftir á), ferskar kryddjurtir og parmaskinku til hátíðarbrigða. Það vita allir sem gera svona pizzu að þær eru margfalt betri.Skiptu út frönskum kartöflum fyrir bakaðar kartöflurSkerðu frekar íslenskar kartöflur í báta eða bökunarkartöflur og rófur niður í "franskar". Smelltu smá olífuolíu á kartöflurnar/rófurnar ásamt rósmarín og sjávarsalti eða Himalayasalti og inni í 200 stiga heitan ofn í 15-20 mín. Algjört nammi! Svo er um að gera að ofnbaka rótargrænmeti og rauðlauk með hverju sem er. Ég nota rótargrænmeti nánast með öllu í mismunandi útgáfum og maður þarf ekkert annað meðlæti með fiski, kjúkling eða buffum.Skiptu út feitu dressingunni á salatið fyrir léttari sósur Í stað dressinga eins og "creamy ranch" og "honey mustard", veldu frekar góðar kaldpressaðar olíur, balsamic og sósur gerðar úr léttum sýrðum rjóma eða hreinni jógúrt. Ein af mínum uppáhalds er búin til úr hreinni lífrænni jógúrt, lífrænni grískri jógúrt, Dijon sinnepi og pipar, smátt söxuðum agúrkum og ferskum sítrónusafa og ferskum kryddjurtum. Þessi er góð með kjúklingi og fiski líka.Skiptu úr sæta jógúrtinu/skyrinu fyrir hreint jógúrt/skyr með ferskum ávöxtum og fræjum og hnetum Margar mjólkurvörur eru því miður mettaðar af sykri, svo veldu hreinar helst lífrænar mjólkurvörur og bættu sjálf(ur) ferskum ávöxtum, fræjum og ósöltuðum hnetum út í. Lífrænar mjólkurvörur innihalda meira af omega 3 fitusýrum og eru ófitusprengar sem fer betur í maga á sumum.Skiptu út svokölluðu "heilhveitibrauði" fyrir rískökur, hrökkbrauð og gróft brauð Mörg "samlokubrauð" innihald lítið af trefjum og töluvert af sykri. Veldu frekar lífrænar rískökur, maískökur og hrökkbrauð og athugaðu hvort trefjainnihald brauðsins sé ekki minni en 6% eða 6 gr á hver 100 gr.Skiptu út hvítu pasta fyrir heilhveitipasta Það er miklu bragðmeira og ruglar ekki blóðsykurinn. Ég gæti haldið endalaust áfram, þar sem möguleikarnir eru svo margir og skemmtilegir. Með þessum breytingum færðu ekki aðeins betri mat og næringarríkari heldur betri, hraustari og orkumeiri líkama. Bara svona ef þú hefur áhuga… Í verðlaun fyrir að klára að lesa þennan pistil langar mig að gefa þér uppskrift af hafragraut sem hefur slegið í gegn í HeilsuAsknum. Uppskriftin er mjög nákvæm þar sem HeilsuAskurinn byggir á nákvæmum hitaeiningafjölda en þú getur stjórnað magninu. Við köllum hann Presley þar sem hann inniheldur hnetusmjör og banana eins og Elvis vildi á samlokurinar sínar, en við notum reyndar lífrænt hnetusmjör sem er aðeins annar kapítuli.Presley, morgungrautur úr lífrænum höfrum fyrir einn 1 dl lífrænir grófir hafrar 2 dl vatn Pínulítið Maldon sjávarsalt Pínulítill kanill ¼ af banana 10 gr lífrænt hnetusmjör 5 gr sólblómafræ 25 gr döðlur Þessi uppskrift inniheldur 285 hitaeiningar.Mataskur.is Heilsa Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Ef þú ert ein(n) af þeim sem ætlar að bæta mataræðið núna eftir hátíðirnar, þá gæti þessi pistill kannski nýst þér til að rifja upp og skerpa hugann. Nokkur aðalatriði er þó mikilvægt að hafa í huga. Það helsta er að hugsa aðeins fram í tímann með hvað þú ætlar að bjóða þér og þínum upp á, því þá eru miklu minni líkur á því að þú fáir þér eitthvað óhollt. Gerðu t.d. lista yfir kvöldmáltíðir vikunnar. Hafðu með þér nesti, s.s. ávexti og ekki gleyma vatnsbrúsanum hvert sem þú ferð. Hér eru því nokkrar hugmyndir hvernig hægt er að breyta mataræðinu með einföldum og lystugum hætti.Skiptu úr steika fisknum fyrir ofnbakaðan, gufusoðinn eða grillaðan Margir nota rasp þegar fiskur er steiktur, en ég mæli eindregið með að skipta honum út fyrir lífrænt maísmjöl og sesamfræ. Mundu líka eftir brúnum eggjum eða Omega eggjum til að velta upp úr. Bæði af vistvænum og heilsulegum ástæðum. En hinar eldunaraðferðirnar eru heilusamlegri kostir en að steikja og næringarefnin komast frekar alla leið til þín.Skiptu út "löðrandi" pizzunni fyrir heimagerða(spelt)pizzu Googlað-u "uppskrift af speltpizzu" og þá færðu margar flottar uppskriftir af pizzadeigi og sósu. Mæli sérstaklega með uppskriftinni frá Café Sigrún. Ef ykkur vantar hugmyndir af hollu áleggi þá finnst mér æðislegt að nota léttan fetaost, furuhnetur, brokkolí, klettasalat (eftir á), ferskar kryddjurtir og parmaskinku til hátíðarbrigða. Það vita allir sem gera svona pizzu að þær eru margfalt betri.Skiptu út frönskum kartöflum fyrir bakaðar kartöflurSkerðu frekar íslenskar kartöflur í báta eða bökunarkartöflur og rófur niður í "franskar". Smelltu smá olífuolíu á kartöflurnar/rófurnar ásamt rósmarín og sjávarsalti eða Himalayasalti og inni í 200 stiga heitan ofn í 15-20 mín. Algjört nammi! Svo er um að gera að ofnbaka rótargrænmeti og rauðlauk með hverju sem er. Ég nota rótargrænmeti nánast með öllu í mismunandi útgáfum og maður þarf ekkert annað meðlæti með fiski, kjúkling eða buffum.Skiptu út feitu dressingunni á salatið fyrir léttari sósur Í stað dressinga eins og "creamy ranch" og "honey mustard", veldu frekar góðar kaldpressaðar olíur, balsamic og sósur gerðar úr léttum sýrðum rjóma eða hreinni jógúrt. Ein af mínum uppáhalds er búin til úr hreinni lífrænni jógúrt, lífrænni grískri jógúrt, Dijon sinnepi og pipar, smátt söxuðum agúrkum og ferskum sítrónusafa og ferskum kryddjurtum. Þessi er góð með kjúklingi og fiski líka.Skiptu úr sæta jógúrtinu/skyrinu fyrir hreint jógúrt/skyr með ferskum ávöxtum og fræjum og hnetum Margar mjólkurvörur eru því miður mettaðar af sykri, svo veldu hreinar helst lífrænar mjólkurvörur og bættu sjálf(ur) ferskum ávöxtum, fræjum og ósöltuðum hnetum út í. Lífrænar mjólkurvörur innihalda meira af omega 3 fitusýrum og eru ófitusprengar sem fer betur í maga á sumum.Skiptu út svokölluðu "heilhveitibrauði" fyrir rískökur, hrökkbrauð og gróft brauð Mörg "samlokubrauð" innihald lítið af trefjum og töluvert af sykri. Veldu frekar lífrænar rískökur, maískökur og hrökkbrauð og athugaðu hvort trefjainnihald brauðsins sé ekki minni en 6% eða 6 gr á hver 100 gr.Skiptu út hvítu pasta fyrir heilhveitipasta Það er miklu bragðmeira og ruglar ekki blóðsykurinn. Ég gæti haldið endalaust áfram, þar sem möguleikarnir eru svo margir og skemmtilegir. Með þessum breytingum færðu ekki aðeins betri mat og næringarríkari heldur betri, hraustari og orkumeiri líkama. Bara svona ef þú hefur áhuga… Í verðlaun fyrir að klára að lesa þennan pistil langar mig að gefa þér uppskrift af hafragraut sem hefur slegið í gegn í HeilsuAsknum. Uppskriftin er mjög nákvæm þar sem HeilsuAskurinn byggir á nákvæmum hitaeiningafjölda en þú getur stjórnað magninu. Við köllum hann Presley þar sem hann inniheldur hnetusmjör og banana eins og Elvis vildi á samlokurinar sínar, en við notum reyndar lífrænt hnetusmjör sem er aðeins annar kapítuli.Presley, morgungrautur úr lífrænum höfrum fyrir einn 1 dl lífrænir grófir hafrar 2 dl vatn Pínulítið Maldon sjávarsalt Pínulítill kanill ¼ af banana 10 gr lífrænt hnetusmjör 5 gr sólblómafræ 25 gr döðlur Þessi uppskrift inniheldur 285 hitaeiningar.Mataskur.is
Heilsa Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira