Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur 14. janúar 2012 17:29 Ölgerðin Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07