Sport

Kristinn Torfason setti Íslandsmet í þrístökki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Torfason úr FH.
Kristinn Torfason úr FH. Mynd/Anton
Kristinn Torfason úr FH bætti Íslandsmetið í þrístökki karla innanhúss þegar hann stökk 15,27 metra á Stórmóti ÍR í frjálsum sem fór fram í fimmtánda sinn í Laugardalshöllinni um helgina. Stórmót ÍR er eins og undanfarin ár það stærsta sem haldið í frjálsíþróttum innanhúss ár hvert á Íslandi.

Kristinn bætti þarna sitt eigið Íslandsmet en hann hafði stokkið 15,05 metra fyrir tveimur árum. Kristinn sigraði einnig í langstökki á mótinu þegar hann stökk 7,11 metra.

Það voru unnin fleiri góð afrek á mótinu. Bjarki Gíslason úr UFA bætti ungkarlametið í stangarstökki þegar hann fór yfir 4,82 metra og þá stökk Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður úr ÍR, í fyrsta skipti yfir 2,00 metra í hástökki.

Sjöþrautarstúlkan Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í fjórum greinum í 16-17 ára flokki stúlkna á mótinu og bætti sig í öllum fjórum greinunum stökk 5,77m í langstökki, hljóp 60m á 7,90 sek, 200m á 15,15 sek og 60m grindahlaup á 9,29 sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×