Bjargaði pilti upp úr Tjörninni: „Algjör heppni að ég sá hann“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 10:02 Mynd úr safni. „Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við. Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Sjá meira
„Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við.
Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Sjá meira
Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41