Viðskipti erlent

Járnblendiverksmiðjan komin í eigu Kínverja

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga er komin í eigu Kínverja. Norski iðnaðarrisinn Orkla tilkynnti í morgun að Elkem hefði verið selt til kínverska félagsins China National Bluestar.

Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no borguðu Kínverjarnir 12 milljarða norskra kr. fyrir Elkem eða um 240 milljarða kr. Verðið er nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga.

Kaupin fela í sér að Kínverjarnir eignast Elkem Silicon Materials, Elkem Foundry Products, Elkem Carbon og Elkem Solar.

Samir Bendriss greinandi hjá Pareto segir að eigendur Orkla geti búist við að ágætri arðgreiðslu í framhaldi af kaupum China National Bluestar. Raunar hafi stjórn Orkla haft næmt auga fyrir góðum tækifærum á markaðinum undanfarin ár eins og þessi sala sýni.

Fyrst var greint frá áhuga Kínverjanna á að kaupa Elkem snemma í vetur. Málið tafðist hinsvegar vegna uppistandsins í tengslum við friðarverðlaun Nóbels. Eins og kunnugt er fór mjög fyrir brjóstið á Kínverjum að andófsmaðurinn Liu Xiaobo skyldi hljóta verðlaunin í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×