„Snilldarlausn“ Þorsteinn Pálsson skrifar 15. janúar 2011 06:00 Grundvallarstefna VG liggur svo langt frá hinum flokkunum að málamiðlanir reynast því þyngri þraut en öðrum. Andóf vinstrivængsins í VG verður að skoða í þessu ljósi. Fram til þessa hefur hann haft fullnaðarsigur innan flokksins og í stjórnarsamstarfinu á sviði orkunýtingar. Samfylkingin hefur þurft að kyngja því að þau ákvæði í efnahagsáætluninni hafa ekki orðið að veruleika. Vinstrivængurinn gerði síðan aðventuuppreisn gegn fjárlögunum. Krafa um meiri ríkissjóðshalla og lántökur var rökstudd með minni hagvexti en AGS-áætlunin gerði ráð fyrir. Helsta ástæðan fyrir minni hagvexti er hins vegar andstaða VG við orkunýtingu og erlenda fjárfestingu. Eftir að aðventuuppreisnin rann út í sandinn hefur vinstrivængurinn fyrir hvatningu Heimssýnar endurnýjað kröfuna um að undið verði ofan af samkomulagi stjórnarflokkanna í Evrópumálum. Í byrjun vikunnar upplýsti Svavar Gestsson að Ögmundur Jónasson hefði átt hugmyndina að þeirri samkomulagslausn. Sú skýring fylgdi með að hún hafi verið snilldarleg. ESB-lausnin fólst í því að Alþingi samþykkti aðildarumsókn, þjóðin tæki afstöðu til hugsanlegs samnings á undan Alþingi og VG yrði eftir sem áður á móti aðild. En er þetta sú lýðræðislega „snilldarlausn" sem af er látið? Eða tvöfalt siðgæði?Flokksmenn VG vita að andstaðan við NATO er málstaður sem tapaðist fyrir löngu. Enginn gerir því kröfu um að þeirri formlegu stefnu sé fylgt. Öðru máli gegnir um ESB. Þar er ekki unnt að kyngja ákvörðun sem aðrir hafa áður ábyrgst. „Snilldarlausnin" felst í því að ábyrgjast umsóknina en láta líta svo út sem utanríkisráðherra beri síðan einn ábyrgð á samningaferlinu og hugsanlegum samningi. Þetta gengur ekki upp af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er smám saman verið að taka ákvarðanir í viðræðunum sem eru skuldbindandi fyrir Ísland með fyrirvara um að á endanum verði samkomulag um alla þætti. Þessar ákvarðanir snerta valdsvið allra ráðherra og eru á ábyrgð hvers og eins. Í öðru lagi getur utanríkisráðherra ekki sett stafina sína undir samning þegar þar að kemur nema meirihluti Alþingis taki pólitíska ábyrgð á þeim gerningi. Það er grundvöllur þingræðisreglunnar. Ætli VG eftir þá stjórnarathöfn að lýsa yfir andstöðu við samning sem gerður er á pólitíska ábyrgð þess birtist tvöfalt siðgæði þingmanna þeirra og ráðherra nakið fyrir almenningssjónum. Samstarfsmenn vinstrivængs VG í Heimssýn komu fljótt auga á þennan veikleika. Þeir hafa því komið því inn hjá vinstrivængnum að aðildarviðræðurnar séu eitthvað allt annað en Alþingi samþykkti. Sú staðhæfing styðst ekki við nein rök. Öllum mátti vera ljóst hvert eðli aðildarviðræðna er. Það er ekki vandinn. Hann liggur þvert á móti í eðli þeirrar „snilldarlausnar" sem setja átti niður ágreining stjórnarflokkanna. Samkomulag sem felur einungis í sér gagnkvæma ábyrgð á upphafi máls en ekki ferli þess og lyktum er ekki sátt um málið í heild. Þar af leiðandi dugar hún ekki. Veruleikinn er sá að báðir stjórnarflokkarnir þurfa að gangast undir sameiginlega ábyrgð á samningaferlinu öllu. Aðrir kostir eru að hætta við eða slíta samstarfinu. Það er blekking að þjóðaratkvæðagreiðsla sé sjálfgefin. Án þingmeirihluta sem ábyrgist undirskriftina, með þegjandi samþykki ef svo víkur við, verður enginn samningur og engin þjóðaratkvæðagreiðsla. Millileikur er því ekki til. Vinstrivængur VG krafðist ekki sérstakrar atkvæðagreiðslu um framlög til aðildarviðræðnanna við afgreiðslu fjárlaganna. Ástæðan er trúlega sú að þeir reikna ekki með að hafa meirihluta. Utanríkisráðherra ætti því að láta atkvæði ganga strax eftir helgi um tillögu sem tekur af öll tvímæli um framhaldið. Sósíalistaflokkurinn fórnaði nýsköpunarstjórninni á sínum tíma vegna Keflavíkursamningsins. Það var fyrir þá daga að feluleikur var talinn til „snilldarlausna". Báðir vængir VG virðast nú ófúsir að fórna ríkisstjórninni fyrir málstaðinn. Í því ljósi er án efa þrautaminnst fyrir báða að axla ábyrgð á aðildarviðræðunum skref fyrir skref því að það er í raun og veru feluleikur „snilldarlausnarinnar" sem gerir það að málflutningur þeirra nær ekki betri fótfestu en belja á svelli. Árni Þór Sigurðsson sagði í Fréttablaðsviðtali í vikunni að meta yrði stöðuna eftir framvindu viðræðna og eftir atvikum hvort viðræðum yrði á einhverju stigi slitið. Hér kveður við annan tón. Með gagnályktun má ráða að fyrir liggi pólitísk ábyrgð VG á hverju skrefi meðan ekki er stoppað. Það er á sinn hátt ábyrgt. Svo kann þetta að vera hótun. Óvissan veikir ríkisstjórnina inn á við og út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Grundvallarstefna VG liggur svo langt frá hinum flokkunum að málamiðlanir reynast því þyngri þraut en öðrum. Andóf vinstrivængsins í VG verður að skoða í þessu ljósi. Fram til þessa hefur hann haft fullnaðarsigur innan flokksins og í stjórnarsamstarfinu á sviði orkunýtingar. Samfylkingin hefur þurft að kyngja því að þau ákvæði í efnahagsáætluninni hafa ekki orðið að veruleika. Vinstrivængurinn gerði síðan aðventuuppreisn gegn fjárlögunum. Krafa um meiri ríkissjóðshalla og lántökur var rökstudd með minni hagvexti en AGS-áætlunin gerði ráð fyrir. Helsta ástæðan fyrir minni hagvexti er hins vegar andstaða VG við orkunýtingu og erlenda fjárfestingu. Eftir að aðventuuppreisnin rann út í sandinn hefur vinstrivængurinn fyrir hvatningu Heimssýnar endurnýjað kröfuna um að undið verði ofan af samkomulagi stjórnarflokkanna í Evrópumálum. Í byrjun vikunnar upplýsti Svavar Gestsson að Ögmundur Jónasson hefði átt hugmyndina að þeirri samkomulagslausn. Sú skýring fylgdi með að hún hafi verið snilldarleg. ESB-lausnin fólst í því að Alþingi samþykkti aðildarumsókn, þjóðin tæki afstöðu til hugsanlegs samnings á undan Alþingi og VG yrði eftir sem áður á móti aðild. En er þetta sú lýðræðislega „snilldarlausn" sem af er látið? Eða tvöfalt siðgæði?Flokksmenn VG vita að andstaðan við NATO er málstaður sem tapaðist fyrir löngu. Enginn gerir því kröfu um að þeirri formlegu stefnu sé fylgt. Öðru máli gegnir um ESB. Þar er ekki unnt að kyngja ákvörðun sem aðrir hafa áður ábyrgst. „Snilldarlausnin" felst í því að ábyrgjast umsóknina en láta líta svo út sem utanríkisráðherra beri síðan einn ábyrgð á samningaferlinu og hugsanlegum samningi. Þetta gengur ekki upp af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er smám saman verið að taka ákvarðanir í viðræðunum sem eru skuldbindandi fyrir Ísland með fyrirvara um að á endanum verði samkomulag um alla þætti. Þessar ákvarðanir snerta valdsvið allra ráðherra og eru á ábyrgð hvers og eins. Í öðru lagi getur utanríkisráðherra ekki sett stafina sína undir samning þegar þar að kemur nema meirihluti Alþingis taki pólitíska ábyrgð á þeim gerningi. Það er grundvöllur þingræðisreglunnar. Ætli VG eftir þá stjórnarathöfn að lýsa yfir andstöðu við samning sem gerður er á pólitíska ábyrgð þess birtist tvöfalt siðgæði þingmanna þeirra og ráðherra nakið fyrir almenningssjónum. Samstarfsmenn vinstrivængs VG í Heimssýn komu fljótt auga á þennan veikleika. Þeir hafa því komið því inn hjá vinstrivængnum að aðildarviðræðurnar séu eitthvað allt annað en Alþingi samþykkti. Sú staðhæfing styðst ekki við nein rök. Öllum mátti vera ljóst hvert eðli aðildarviðræðna er. Það er ekki vandinn. Hann liggur þvert á móti í eðli þeirrar „snilldarlausnar" sem setja átti niður ágreining stjórnarflokkanna. Samkomulag sem felur einungis í sér gagnkvæma ábyrgð á upphafi máls en ekki ferli þess og lyktum er ekki sátt um málið í heild. Þar af leiðandi dugar hún ekki. Veruleikinn er sá að báðir stjórnarflokkarnir þurfa að gangast undir sameiginlega ábyrgð á samningaferlinu öllu. Aðrir kostir eru að hætta við eða slíta samstarfinu. Það er blekking að þjóðaratkvæðagreiðsla sé sjálfgefin. Án þingmeirihluta sem ábyrgist undirskriftina, með þegjandi samþykki ef svo víkur við, verður enginn samningur og engin þjóðaratkvæðagreiðsla. Millileikur er því ekki til. Vinstrivængur VG krafðist ekki sérstakrar atkvæðagreiðslu um framlög til aðildarviðræðnanna við afgreiðslu fjárlaganna. Ástæðan er trúlega sú að þeir reikna ekki með að hafa meirihluta. Utanríkisráðherra ætti því að láta atkvæði ganga strax eftir helgi um tillögu sem tekur af öll tvímæli um framhaldið. Sósíalistaflokkurinn fórnaði nýsköpunarstjórninni á sínum tíma vegna Keflavíkursamningsins. Það var fyrir þá daga að feluleikur var talinn til „snilldarlausna". Báðir vængir VG virðast nú ófúsir að fórna ríkisstjórninni fyrir málstaðinn. Í því ljósi er án efa þrautaminnst fyrir báða að axla ábyrgð á aðildarviðræðunum skref fyrir skref því að það er í raun og veru feluleikur „snilldarlausnarinnar" sem gerir það að málflutningur þeirra nær ekki betri fótfestu en belja á svelli. Árni Þór Sigurðsson sagði í Fréttablaðsviðtali í vikunni að meta yrði stöðuna eftir framvindu viðræðna og eftir atvikum hvort viðræðum yrði á einhverju stigi slitið. Hér kveður við annan tón. Með gagnályktun má ráða að fyrir liggi pólitísk ábyrgð VG á hverju skrefi meðan ekki er stoppað. Það er á sinn hátt ábyrgt. Svo kann þetta að vera hótun. Óvissan veikir ríkisstjórnina inn á við og út á við.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun