Fréttaskýring: Evrulönd á krossgötum Friðrik Indriðason skrifar 17. janúar 2011 13:43 Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum." Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum."
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira