Kata Júl: Mandarínur og Last Christmas með Wham 1. nóvember 2011 00:01 „Þegar ég opna eina af jólabókunum, fæ mér konfekt og rauðvínstár og les eins og enginn sé morgundagurinn. Fátt til betra." „Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd." „Myrkrið, ilmurinn og bjarminn af jóla-ilmkertum, Last Christmas með Wham, mandarínur, Macintosh..."„ „Við erum því mjög stresslaus og lifum eftir mottó-inu að ef eitthvað gleymist nú þá bara gleymist það," segir hún. „Þessi aðventa er þó óvenjuleg. Við erum vissulega búin að skreyta og ilmkertin er að finna um alla íbúð en það hefur lítið verið kveikt á þeim...enn," segir Katrín. „Samverustundir okkar sonar míns mættu vera fleiri. Við ætlum þó að baka um helgina og ég er búin að skipuleggja litlar óvæntar aðventustundir með honum í næstu viku," segir Katrín og hvíslar að hún voni að sonurinn lesi ekki þetta viðtal. „Samverustundir okkar sonar míns mættu vera fleiri. Við ætlum þó að baka um helgina og ég er búin að skipuleggja litlar óvæntar aðventustundir með honum í næstu viku." Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Myrkrið, ilmurinn og bjarminn af jóla-ilmkertum, „Last Christmas" með Wham, mandarínur, Macintosh, „Ég hlakka svo til" með Svölu, heimalagað konfekt, bækur, jólasíld og rúgbrauð." „Mmmm, bara við að tala um þetta þá hríslast um mig alla alger sæla," segir Katrín brosandi. „Hið „hefðbundna" íslenska aðfangadagskvöld endaði því í vídeóglápi á Home Alone 2. Þetta eru ein af mínum eftirminnilegustu jólum og mikið hefur maður lært síðan." Erlendis á jólunum frá sex ára aldri „Ég ólst upp við það að vera erlendis á skíðum öll jól frá 6 ára aldri og þar til ég var komin fast að tvítugu." „Þá fylgdi maður ekki mörgum hefðum heldur naut þess bara sem hver áfangastaður hafði uppá að bjóða sem hafði orðið fyrir valinu hverju sinni." „Stundum var hátíðarkvöldverður, stundum Fondue, stundum einfaldur kvöldverður, allt eftir stað, stund og stemmingu." „Mandarínur, Macintosh, „Ég hlakka svo til" með Svölu, heimalagað konfekt, bækur, jólasíld og rúgbrauð." „Fyrstu jólin heima voru því dáldið spaugileg því við ætluðum að vera svo rosalega hefðbundin að við byrjuðum að borða á slaginu sex með kveikt á messu, síðan voru opnaðir pakkar, etinn eftirréttur og lesið á kort." „Allt eins og við töldum þetta eiga að vera. Nema þegar við erum búin að þessu öllu þá er klukkan ekki nema hálf átta og við búin með prógrammið." „Hið „hefðbundna" íslenska aðfangadagskvöld endaði því í vídeóglápi á Home Alone 2. Þetta eru ein af mínum eftirminnilegustu jólum og mikið hefur maður lært síðan," segir Katrín. „Til dæmis að maður eigi ekki að „keyra" prógrammið eins og maður sé á akkorði heldur njóta hverrar stundar með fjölskyldunni. Við lærðum síðan smám saman að halda jól eftir þetta."-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Liggur í teiknimyndasögum Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem Jól Gott er að gefa Jólin Páll Óskar - Þorláksmessukvöld Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólasveinar einn og átta Jól Magga litla og jólin hennar Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól
„Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd." „Myrkrið, ilmurinn og bjarminn af jóla-ilmkertum, Last Christmas með Wham, mandarínur, Macintosh..."„ „Við erum því mjög stresslaus og lifum eftir mottó-inu að ef eitthvað gleymist nú þá bara gleymist það," segir hún. „Þessi aðventa er þó óvenjuleg. Við erum vissulega búin að skreyta og ilmkertin er að finna um alla íbúð en það hefur lítið verið kveikt á þeim...enn," segir Katrín. „Samverustundir okkar sonar míns mættu vera fleiri. Við ætlum þó að baka um helgina og ég er búin að skipuleggja litlar óvæntar aðventustundir með honum í næstu viku," segir Katrín og hvíslar að hún voni að sonurinn lesi ekki þetta viðtal. „Samverustundir okkar sonar míns mættu vera fleiri. Við ætlum þó að baka um helgina og ég er búin að skipuleggja litlar óvæntar aðventustundir með honum í næstu viku." Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Myrkrið, ilmurinn og bjarminn af jóla-ilmkertum, „Last Christmas" með Wham, mandarínur, Macintosh, „Ég hlakka svo til" með Svölu, heimalagað konfekt, bækur, jólasíld og rúgbrauð." „Mmmm, bara við að tala um þetta þá hríslast um mig alla alger sæla," segir Katrín brosandi. „Hið „hefðbundna" íslenska aðfangadagskvöld endaði því í vídeóglápi á Home Alone 2. Þetta eru ein af mínum eftirminnilegustu jólum og mikið hefur maður lært síðan." Erlendis á jólunum frá sex ára aldri „Ég ólst upp við það að vera erlendis á skíðum öll jól frá 6 ára aldri og þar til ég var komin fast að tvítugu." „Þá fylgdi maður ekki mörgum hefðum heldur naut þess bara sem hver áfangastaður hafði uppá að bjóða sem hafði orðið fyrir valinu hverju sinni." „Stundum var hátíðarkvöldverður, stundum Fondue, stundum einfaldur kvöldverður, allt eftir stað, stund og stemmingu." „Mandarínur, Macintosh, „Ég hlakka svo til" með Svölu, heimalagað konfekt, bækur, jólasíld og rúgbrauð." „Fyrstu jólin heima voru því dáldið spaugileg því við ætluðum að vera svo rosalega hefðbundin að við byrjuðum að borða á slaginu sex með kveikt á messu, síðan voru opnaðir pakkar, etinn eftirréttur og lesið á kort." „Allt eins og við töldum þetta eiga að vera. Nema þegar við erum búin að þessu öllu þá er klukkan ekki nema hálf átta og við búin með prógrammið." „Hið „hefðbundna" íslenska aðfangadagskvöld endaði því í vídeóglápi á Home Alone 2. Þetta eru ein af mínum eftirminnilegustu jólum og mikið hefur maður lært síðan," segir Katrín. „Til dæmis að maður eigi ekki að „keyra" prógrammið eins og maður sé á akkorði heldur njóta hverrar stundar með fjölskyldunni. Við lærðum síðan smám saman að halda jól eftir þetta."-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Liggur í teiknimyndasögum Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem Jól Gott er að gefa Jólin Páll Óskar - Þorláksmessukvöld Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólasveinar einn og átta Jól Magga litla og jólin hennar Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól