Innlent

Borga tæknifrjóvgun fullu verði

ekki niðurgreitt Þrjátíu milljónir króna munu sparast við breytingar á þátttöku í kostnaði við tæknifrjóvganir. 
norciphotos/getty
ekki niðurgreitt Þrjátíu milljónir króna munu sparast við breytingar á þátttöku í kostnaði við tæknifrjóvganir. norciphotos/getty
Hætt verður að niðurgreiða fyrstu tæknifrjóvgun barnlausra para og einhleypra kvenna um áramót. Þá verður alfarið hætt að niðurgreiða tæknifrjóvgunarmeðferðir fyrir fólk sem á barn fyrir, en þátttaka Sjúkratrygginga í þeim tilvikum hefur verið 15 prósent af kostnaði.

Sjúkratryggingar Íslands greiða 65 prósent af kostnaðinum við aðra til fjórðu tæknifrjóvgunarmeðferð, ef fólk þarf á þeim að halda. Áætlað er að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands muni lækka um 30 milljónir króna á ári vegna þessara breytinga.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur gefið út reglugerð vegna þessa, en það er nauðsynlegt þar sem enginn samningur er í gildi milli Sjúkratrygginga og ART Medica, læknastofunnar sem sér um tæknifrjóvganir hér. Samningurinn rann út fyrr á árinu og ekki náðust nýir samningar. Þá setti velferðarráðherra reglugerð til bráðabirgða. Reglugerðin nú gildir út árið 2012. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×