Innlent

Kvartar til Persónuverndar vegna dagbókar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Móðir unglingsstúlku hefur lagt fram kvörtun til Persónuverndar vegna birtingar dagbókar stúlkunnar í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Dóttir konunnar kærði lögreglumann á Blönduósi fyrir að hafa káfað á sér innanklæða í fyrra, þegar hún var 15 ára.

Málið er nú komið til Héraðsdóms Norðurlands vestra á ný, eftir sýknu þar og ógildingu hennar fyrir Hæstarétti.

Ástæða kvörtunar móðurinnar er sú að eiginkona ákærða, sem er skólastjóri grunnskólans á Blönduósi, lagði fram dagbók stúlkunnar til ríkissaksóknara. Þá segist stúlkan ekki hafa gefið samþykki sitt fyrir því að bókin, sem er á tölvutæku formi, yrði send til skólayfirvalda á sínum tíma. Í erindinu segir að meðferð skólastjórans á einkamálefnum stúlkunnar sem lýst er í dóminum sé gróft brot á grundvallarreglu um friðhelgi einkalífs. Sökum þess að málið er enn fyrir dómi, vísaði Persónuvernd því frá.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður skólastjórans og eiginmanns hennar, segir að skólastjórinn hafi afhent dagbókina, eftir að krafa þess efnis barst frá ríkissaksóknara, eins og henni bar skylda til.

„Þá verður að líta svo á að héraðsdómur hafi einnig metið það svo að efni dagbókarinnar gæti skipt máli varðandi niðurstöðu sakamálsins," segir meðal annars í bréfi Vilhjálms til Persónuverndar. Því er alfarið hafnað að skólastjórinn hafi brotið lög með áframsendingu dagbókarinnar.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×