Innlent

Hækka um tugi þúsunda á ári

Gjöldin hækka Foreldrar í Reykjavík greiða tæplega 3.000 krónum meira á mánuði fyrir átta tíma vistun, um 36 þúsund krónur á ári.
Fréttablaðið/GVA
Gjöldin hækka Foreldrar í Reykjavík greiða tæplega 3.000 krónum meira á mánuði fyrir átta tíma vistun, um 36 þúsund krónur á ári. Fréttablaðið/GVA
Leikskólagjöld hjá öllum stærstu sveitarfélögum landsins hækka um tvö til þrjú þúsund krónur á mánuði um áramótin. Hækkunin nemur tugum þúsunda hjá foreldrum á ársgrundvelli.

Gjaldskrár leikskólanna hækka um fimm til þrettán prósent, misjafnt eftir sveitarfélögum, að því er fram kom í fréttum RÚV í gær. Hækkunin er hlutfallslega mest í Reykjavík og á Akureyri, um tólf til þrettán prósent miðað við átta tíma vistun.

Leikskólagjöldin verða eftir sem áður lægst í Reykjavík. Fyrir átta tíma vistun munu foreldrar í Reykjavík greiða 24.500 krónur, foreldrar í Kópavogi 28.600 krónur og 28.600 í Hafnarfirði. Á Akureyri kostar átta tíma vistun 29.500, 33.200 í Fjarðabyggð og 34.600 á Ísafirði samkvæmt samantekt RÚV.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×