Óásættanlegt að leyfi hafi verið veitt 28. desember 2011 03:00 Ótti Fullyrðingar um að ræktun á erfðabreyttu byggi í Ölfusi sé hættulaus hafa ekki slegið á ótta við að erfðabreyttar plöntur komist út í íslenska náttúru. Hópur fólks og félaga sem eru andvíg því að erfðabreytt bygg verði ræktað í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að beita sér fyrir því að leyfi til ræktunarinnar verði afturkallað. Í greinargerð sem hópurinn hefur skrifað er Umhverfisstofnun harðlega gagnrýnd fyrir að kynna málið ekki fyrir sveitastjórn í Hveragerði eða hagsmunaaðilum í nágrenni gróðurhússins. Þá er það gagnrýnt að engin grenndarkynning hafi átt sér stað og íbúar því ekki fengið tækifæri til að vega og meta áhrif leyfisveitingarinnar. Telur hópurinn einnig að heilbrigði umhverfis nærri gróðurhúsinu, auk ímyndar svæðisins, sé stefnt í hættu með því að leyfa ræktunina. Meðal þeirra sem skrifaðir eru fyrir greinargerðinni eru Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, Samtök lífrænna neytenda, Slow Food samtökin á Íslandi og Neytendasamtökin. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er gróðurhúsið þar sem ræktunin mun fara fram í innan við þúsund metra fjarlægð frá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir ræktuninni 30. nóvember síðastliðinn. Í greinargerð stofnunarinnar segir að engar líkur séu á því að plönturnar sem ræktaðar verða í gróðurhúsinu hafi áhrif á plöntur utan þess.- bj Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Hópur fólks og félaga sem eru andvíg því að erfðabreytt bygg verði ræktað í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að beita sér fyrir því að leyfi til ræktunarinnar verði afturkallað. Í greinargerð sem hópurinn hefur skrifað er Umhverfisstofnun harðlega gagnrýnd fyrir að kynna málið ekki fyrir sveitastjórn í Hveragerði eða hagsmunaaðilum í nágrenni gróðurhússins. Þá er það gagnrýnt að engin grenndarkynning hafi átt sér stað og íbúar því ekki fengið tækifæri til að vega og meta áhrif leyfisveitingarinnar. Telur hópurinn einnig að heilbrigði umhverfis nærri gróðurhúsinu, auk ímyndar svæðisins, sé stefnt í hættu með því að leyfa ræktunina. Meðal þeirra sem skrifaðir eru fyrir greinargerðinni eru Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, Samtök lífrænna neytenda, Slow Food samtökin á Íslandi og Neytendasamtökin. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er gróðurhúsið þar sem ræktunin mun fara fram í innan við þúsund metra fjarlægð frá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir ræktuninni 30. nóvember síðastliðinn. Í greinargerð stofnunarinnar segir að engar líkur séu á því að plönturnar sem ræktaðar verða í gróðurhúsinu hafi áhrif á plöntur utan þess.- bj
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira