Innlent

Ekki þörf á byssum fyrir löggur

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
LöggæslaÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki telja þörf á því að lögreglumenn hafi almennari aðgang að skotvopnum en nú er.

Í frétt blaðsins í gær var fjallað um grein í félagsblaði lögreglumanna þar sem velt var upp þeirri hugmynd að koma skotvopnum fyrir í læstum hirslum í lögreglubílum.

„Auðvitað vill maður að lögregla sé þannig búin að lögreglumönnum stafi ekki hætta af þeim sem þeir eru að glíma við hverju sinni," segir Ögmundur í samtali við Fréttablaðið.

„En almenna viðhorfið hvað skotvopn áhrærir hefur hins vegar verið það að æskilegast sé að lögregla sé óvopnuð. Það er sú regla sem við viljum halda í heiðri."

Ögmundur segir að vissulega séu undantekningar á þessari reglu, til dæmis sérsveit ríkislögreglustjóra. Einnig séu skotvopn til staðar hjá sumum embættum á landsbyggðinni. Þau séu helst notuð ef aflífa þurfi dýr.

„Víkingasveitin getur gripið til vopna ef brýna nauðsyn krefur en mitt viðhorf er að lögreglan eigi að vera óvopnuð og hætta sé á að vítahringur myndist þar sem vopn kalli á vopn. Það viðhorf hefur líka verið ríkjandi innan lögreglunnar sjálfrar."- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×