Vefur þjóðar og kirkju Þorsteinn Pálsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Einn er sá atburður er varð með þjóðinni á þessu ári sem setur nokkur tímamót í menningarsögu hennar. Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuðborgarbúa. Gott eitt er um hitt að segja að allar táknmyndir kaupmennsku jóla fylla tómarúmið og eru þar velkomnar eftir sem áður. En einmitt sá veruleiki skerpir mynd þeirrar nýju hugsunar sem að baki býr. Sú mynd sýnir að nú eru það önnur gildi sem ríkja og þykja meira um verð. Því er ekki að leyna að þau endurspegla um margt tíðarandann. Aftur á móti má spyrja hvort tíðarandinn er framför. Sú var tíð að krafa var gerð til þeirra sem fóru fyrir sameiginlegum málum borgaranna að þeir legðu sig fram við að hækka ris þjóðarinnar í andlegum efnum fremur en að lækka það. Tíðarandinn hefur boðið flatneskjuna velkomna. Helst má engin hugsun vera annarri æðri. Lágkúra er lögð að jöfnu við háleitar hugsjónir. En af því að peningarnir hafa ekkert siðferðisgildi er jólatáknmynd þeirra velkomin í skólana. Hún verður í pólitískum skilningi hlutlaus gagnvart kærleiksgildum kristinnar trúar rétt eins og peningarnir eru hlutlausir gagnvart lágkúru og dyggð. Kirkjan þarf að takast á við viðfangsefni sitt í nýjum heimi margvíslegra lífsskoðana og trúarhugmynda. Það er vandasamara en áður. Sá vandi hefur hins vegar ekki dregið úr þýðingu kristinna gilda, síst á jólum.Fögur verk með trú sterkri Kirkjan á vissulega engan einkarétt á kærleikanum og ekki heldur öðrum þeim siðareglum sem boðskapur hennar er reistur á enda hefur hún ekki gert kall til þess. Hér skiptir hitt máli að kirkjan og þjóðin hafa átt samleið um þennan siðaboðskap í þúsund ár. Sýnist mönnum nú vera þeir tímar að nauðsyn beri til að greina þræðina í þeim vef hvorn frá öðrum? Guðmundur Finnbogason prófessor átti ríkan þátt í að lyfta andlegri hugsun þjóðarinnar á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var ekki sérstakur talsmaður kirkjunnar en mat andlegt gildi hennar fyrir menningu þjóðarinnar. Í ritinu Íslendingar fjallar hann um lífsskoðun og trú í sögulegu samhengi. Þar segir: „Það mun naumast dæmi til, að skoðanamunur í trúarefnum hafi nokkurntíma hér orðið til þess að spilla félagslífi manna og samlyndi. Hér hafa verið ýmsir áhugamenn í trúarefnum og reynt að hafa áhrif á þjóðina í ræðu og riti, og tekist það stundum. En það hefur ekki valdið neinu uppnámi. Menn hafa hlustað á það, og haft af því það, sem þeim líkaði." Um Íslendinga segir Guðmundur: „Þeir hafa skilið, að sú trú er best, sem birtist í góðum verkum, og því hafa þeir unnað mest þeim kennifeðrum, sem jafnframt trúarsannindum kenndu þeim algilda siðspeki. Þeir hafa jafnan borið virðingu fyrir „þeim er fyrða gram færa / fögr verk með trú sterkri."" Hvað vantar þessa þjóð meir nú um stundir en fögur verk með trú sterkri? Í því ljósi að hér hefur skoðanamunur í trúarefnum aldrei spillt félagslífi manna og samlyndi verður alltént ekki séð að þjóðin þarfnist þess mest að gera hugmyndaheim kaupmennsku jóla meiri en kristinna jóla í skólum höfuðborgarbúa.Boðar nýtt ár ný tímamót? Það er í tísku að vísa til annarra Norðurlanda um fyrirmyndir. Kirkja og þjóð eiga sér svipaða sögu í þeim löndum og hér. Mikilvægt er að kirkjan breytist í hátt við nýja tíma. Það er áskorun sem hún stendur andspænis. En fyrirmyndarlöndin eru til fyrirmyndar meðal annars fyrir þá sök að þar er samspil fólks og kirkju virt að verðleikum svo langt sem það nær. Vöxtur efnislegra gæða er hverri þjóð nauðsynlegur þó að hann þurfi ekki að vera eins hraður og var um tíma. En vaxi þjóðin ekki samtímis að andlegum og menningarlegum styrk kemur hitt fyrir lítið. Það fór illa fyrir okkur eins og fleiri þjóðum þegar hallaði um of á milli þessara vogarskála. En eru réttu viðbrögðin þau að veikja siðaboðskap kirkjunnar? Hér hefur kirkjan hlutverk. Hér býr hún að traustum norrænum arfi. Jólahátíðin er í senn trúarleg og samfélagsleg. Í dag er tími til að spyrja hvort einhvers staðar sé holur hljómur, hvort eitthvað hafi gleymst, hvort andlegt atgervi hafi vaxið í réttu hlutfalli við veraldlegan belging. Enginn talar fyrir því að meirihlutinn ráði skoðunum allra, síst í trúarlegum efnum. En er það til góðs að ýta þessum spurningum til hliðar? Nú þarf að horfa til þeirra sem trúað er fyrir samfélagslegu valdi og meta framlag þeirra til þess að lyfta þjóðinni í andlegum efnum. Og þá er spurt: Verða þau tímamót á næsta ári að þjóðkirkjuskipulagið verði afnumið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Einn er sá atburður er varð með þjóðinni á þessu ári sem setur nokkur tímamót í menningarsögu hennar. Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuðborgarbúa. Gott eitt er um hitt að segja að allar táknmyndir kaupmennsku jóla fylla tómarúmið og eru þar velkomnar eftir sem áður. En einmitt sá veruleiki skerpir mynd þeirrar nýju hugsunar sem að baki býr. Sú mynd sýnir að nú eru það önnur gildi sem ríkja og þykja meira um verð. Því er ekki að leyna að þau endurspegla um margt tíðarandann. Aftur á móti má spyrja hvort tíðarandinn er framför. Sú var tíð að krafa var gerð til þeirra sem fóru fyrir sameiginlegum málum borgaranna að þeir legðu sig fram við að hækka ris þjóðarinnar í andlegum efnum fremur en að lækka það. Tíðarandinn hefur boðið flatneskjuna velkomna. Helst má engin hugsun vera annarri æðri. Lágkúra er lögð að jöfnu við háleitar hugsjónir. En af því að peningarnir hafa ekkert siðferðisgildi er jólatáknmynd þeirra velkomin í skólana. Hún verður í pólitískum skilningi hlutlaus gagnvart kærleiksgildum kristinnar trúar rétt eins og peningarnir eru hlutlausir gagnvart lágkúru og dyggð. Kirkjan þarf að takast á við viðfangsefni sitt í nýjum heimi margvíslegra lífsskoðana og trúarhugmynda. Það er vandasamara en áður. Sá vandi hefur hins vegar ekki dregið úr þýðingu kristinna gilda, síst á jólum.Fögur verk með trú sterkri Kirkjan á vissulega engan einkarétt á kærleikanum og ekki heldur öðrum þeim siðareglum sem boðskapur hennar er reistur á enda hefur hún ekki gert kall til þess. Hér skiptir hitt máli að kirkjan og þjóðin hafa átt samleið um þennan siðaboðskap í þúsund ár. Sýnist mönnum nú vera þeir tímar að nauðsyn beri til að greina þræðina í þeim vef hvorn frá öðrum? Guðmundur Finnbogason prófessor átti ríkan þátt í að lyfta andlegri hugsun þjóðarinnar á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var ekki sérstakur talsmaður kirkjunnar en mat andlegt gildi hennar fyrir menningu þjóðarinnar. Í ritinu Íslendingar fjallar hann um lífsskoðun og trú í sögulegu samhengi. Þar segir: „Það mun naumast dæmi til, að skoðanamunur í trúarefnum hafi nokkurntíma hér orðið til þess að spilla félagslífi manna og samlyndi. Hér hafa verið ýmsir áhugamenn í trúarefnum og reynt að hafa áhrif á þjóðina í ræðu og riti, og tekist það stundum. En það hefur ekki valdið neinu uppnámi. Menn hafa hlustað á það, og haft af því það, sem þeim líkaði." Um Íslendinga segir Guðmundur: „Þeir hafa skilið, að sú trú er best, sem birtist í góðum verkum, og því hafa þeir unnað mest þeim kennifeðrum, sem jafnframt trúarsannindum kenndu þeim algilda siðspeki. Þeir hafa jafnan borið virðingu fyrir „þeim er fyrða gram færa / fögr verk með trú sterkri."" Hvað vantar þessa þjóð meir nú um stundir en fögur verk með trú sterkri? Í því ljósi að hér hefur skoðanamunur í trúarefnum aldrei spillt félagslífi manna og samlyndi verður alltént ekki séð að þjóðin þarfnist þess mest að gera hugmyndaheim kaupmennsku jóla meiri en kristinna jóla í skólum höfuðborgarbúa.Boðar nýtt ár ný tímamót? Það er í tísku að vísa til annarra Norðurlanda um fyrirmyndir. Kirkja og þjóð eiga sér svipaða sögu í þeim löndum og hér. Mikilvægt er að kirkjan breytist í hátt við nýja tíma. Það er áskorun sem hún stendur andspænis. En fyrirmyndarlöndin eru til fyrirmyndar meðal annars fyrir þá sök að þar er samspil fólks og kirkju virt að verðleikum svo langt sem það nær. Vöxtur efnislegra gæða er hverri þjóð nauðsynlegur þó að hann þurfi ekki að vera eins hraður og var um tíma. En vaxi þjóðin ekki samtímis að andlegum og menningarlegum styrk kemur hitt fyrir lítið. Það fór illa fyrir okkur eins og fleiri þjóðum þegar hallaði um of á milli þessara vogarskála. En eru réttu viðbrögðin þau að veikja siðaboðskap kirkjunnar? Hér hefur kirkjan hlutverk. Hér býr hún að traustum norrænum arfi. Jólahátíðin er í senn trúarleg og samfélagsleg. Í dag er tími til að spyrja hvort einhvers staðar sé holur hljómur, hvort eitthvað hafi gleymst, hvort andlegt atgervi hafi vaxið í réttu hlutfalli við veraldlegan belging. Enginn talar fyrir því að meirihlutinn ráði skoðunum allra, síst í trúarlegum efnum. En er það til góðs að ýta þessum spurningum til hliðar? Nú þarf að horfa til þeirra sem trúað er fyrir samfélagslegu valdi og meta framlag þeirra til þess að lyfta þjóðinni í andlegum efnum. Og þá er spurt: Verða þau tímamót á næsta ári að þjóðkirkjuskipulagið verði afnumið?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun