Náttfatagjald Pawel Bartoszek skrifar 23. desember 2011 06:00 Um áramótin tekur gildi nýr skattur, gistináttaskattur, sem lagður er á fólk sem lúllar gegn gjaldi utan heimilis. (Þó ekki ef það lúllar í orlofshúsi sveitarfélags.) Sameiginleg nefnd ríkis og hagsmunaaðila mun sjá um að deila út þorra þess fjár sem þannig kemur í kassann. Það verður gert í gegnum sérstakan sjóð sem á að veita fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Sjóðnum verður stjórnað af fjögurra manna nefnd þar sem ferðaþjónustan skipar tvo. Hljómar vel? Hvernig á að skattleggja ferðamenn? Er skynsamlegt að innheimta mun lægri virðisaukaskatt af gistingu en annarri þjónustu og rukka svo nefskatt á alla gistendur? Á að undanskilja stéttarfélögin? Er sniðugt að láta hagsmunaðila deila út fé? Loks kemur kannski stærsta spurningin: Á endalaust að hækka skatta og búa til nýja? Þeirri seinustu er auðsvarað. Bara hundraðkallAð einhverju leyti hafa stjórnvöld unnið heimavinnuna sína við undirbúning gistináttaskatts með því að búa til skatt sem leggst aðallega á atkvæðalaust fólk, erlenda ferðamenn, og um leið veita helstu hagsmunaaðilum í bransanum, samtökum ferðaþjónustuaðila aðkomu að því að deila út almannafé. Hvort tveggja eykur líkurnar á því að skatturinn nái fram að ganga. Svo er þetta „bara hundraðkall" á hverja gistingu. Hver vill gera veður út af hundraðkalli? Skatturinn mun auðvitað ekki vera hundraðkall mjög lengi. Lagaramminn er kominn og krónutöluna er þá auðvelt að hækka. Tvær hugleiðingar í því samhengi: Í fyrsta lagi hefur þegar verið sagt að kostnaðurinn við innheimtu gistináttaskattsins sé mikill samanborið við þær tekjur sem af honum verða. Í öðru lagi var, til allrar hamingju, fallið frá því að leggja á nýjan skatt á alla þá sem ferðast til landsins með flugi. En það þýðir þó að heildartekjur af „ferðamannasköttum" verða um helmingi lægri en vonast var til og auðvitað munu stjórnvöld reyna að „brúa bilið". Skatturinn verður þannig örugglega hækkaður upp í 200 krónur innan árs. Það verður bara hækkun um hundrað kall. Og hver vill gera veður út af hundraðkalli? Aleinn í bústaðSíðan er nauðsynlegt að gera sér í hugarlund hvaða hvata tiltekinn skattur innleiðir. Á lokaspretti málsins var til dæmis tekin ákvörðun sem undanskilur orlofsíbúðir stéttarfélaga. Þeir sem þar gista þurfa þegar ekki að greiða virðisaukaskatt og nú ekki heldur nýja gistináttaskattinn. Það er sem sagt verið að hvetja fólk til að gista frekar í sumarbústað en að kaupa sér gistingu á gistiheimili, hóteli eða tjaldstæði. Væru betra ef allir gerðu það? Sumarbústaðahverfin íslensku eru dálítið eins og dreifðar þyrpingar af fámennum klaustrum. Finnist manni hraðinn í Seljahverfinu of mikill þá getur maður farið og slappað af í algerri einangrun í uppsveitum Suðurlands. Orlofsbyggðin hvetur menn ekki til samveru við aðra gesti. Það er enginn bar, veitingastaður eða sundlaug og engin búð nema á Selfossi. Það sem kemst næst því að vera menningarleg þungamiðja slíkra byggða er ruslagámurinn. Menn koma með mat að heiman og skilja sorpið eftir. Auðvitað getur slík einvera verið nærandi en sumarhúsagesturinn skilar samt litlu til landsbyggðarinnar samanborið við einhvern sem gistir inni í bæjarkjarnanum sjálfum, fer á byggðasafnið, borðar á veitingastaðnum og drekkur á barnum að degi loknum. Það gætir nefnilega ákveðinnar aðskilnaðarhyggju í ferðamálum á Íslandi. Útlendingarnir eru látnir gera annað og borga annað. Auðvitað ekki alltaf: Reykvíska staðnum KEX-hostel hefur tekist að neyða heimamenn og ferðamenn upp á hver annan. Meira mætti gera af slíku en skattar sem fæla Íslendinga frá opinberum gististöðum hjálpa ekki til. Aðgangseyri í stað skattsGistináttaskattur er ekki séríslensk uppfinning. Ríkin bera sig ólíkt að, sum hafa slík gjöld, önnur ekki. Sum rukka lægri skatt af gistingu en öðru, önnur innheimta nákvæmlega sömu gjöld af ferðaþjónustu og annarri starfsemi. Það síðastnefnda hljómar skynsamlega. Ef pening vantar til að bæta girðingarnar hjá Gullfossi og Geysi er þá málið að leggja á sérskatt á alla þá sem gista í öðru rúmi en sínu eigin, og deila fénu sem þannig safnast í gegnum miðlæga nefnd stjórnmálamanna og hagsmunaðila? Liggur sú lausn ekki beinast við að rukka einfaldlega inn á Gullfoss og Geysi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Um áramótin tekur gildi nýr skattur, gistináttaskattur, sem lagður er á fólk sem lúllar gegn gjaldi utan heimilis. (Þó ekki ef það lúllar í orlofshúsi sveitarfélags.) Sameiginleg nefnd ríkis og hagsmunaaðila mun sjá um að deila út þorra þess fjár sem þannig kemur í kassann. Það verður gert í gegnum sérstakan sjóð sem á að veita fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Sjóðnum verður stjórnað af fjögurra manna nefnd þar sem ferðaþjónustan skipar tvo. Hljómar vel? Hvernig á að skattleggja ferðamenn? Er skynsamlegt að innheimta mun lægri virðisaukaskatt af gistingu en annarri þjónustu og rukka svo nefskatt á alla gistendur? Á að undanskilja stéttarfélögin? Er sniðugt að láta hagsmunaðila deila út fé? Loks kemur kannski stærsta spurningin: Á endalaust að hækka skatta og búa til nýja? Þeirri seinustu er auðsvarað. Bara hundraðkallAð einhverju leyti hafa stjórnvöld unnið heimavinnuna sína við undirbúning gistináttaskatts með því að búa til skatt sem leggst aðallega á atkvæðalaust fólk, erlenda ferðamenn, og um leið veita helstu hagsmunaaðilum í bransanum, samtökum ferðaþjónustuaðila aðkomu að því að deila út almannafé. Hvort tveggja eykur líkurnar á því að skatturinn nái fram að ganga. Svo er þetta „bara hundraðkall" á hverja gistingu. Hver vill gera veður út af hundraðkalli? Skatturinn mun auðvitað ekki vera hundraðkall mjög lengi. Lagaramminn er kominn og krónutöluna er þá auðvelt að hækka. Tvær hugleiðingar í því samhengi: Í fyrsta lagi hefur þegar verið sagt að kostnaðurinn við innheimtu gistináttaskattsins sé mikill samanborið við þær tekjur sem af honum verða. Í öðru lagi var, til allrar hamingju, fallið frá því að leggja á nýjan skatt á alla þá sem ferðast til landsins með flugi. En það þýðir þó að heildartekjur af „ferðamannasköttum" verða um helmingi lægri en vonast var til og auðvitað munu stjórnvöld reyna að „brúa bilið". Skatturinn verður þannig örugglega hækkaður upp í 200 krónur innan árs. Það verður bara hækkun um hundrað kall. Og hver vill gera veður út af hundraðkalli? Aleinn í bústaðSíðan er nauðsynlegt að gera sér í hugarlund hvaða hvata tiltekinn skattur innleiðir. Á lokaspretti málsins var til dæmis tekin ákvörðun sem undanskilur orlofsíbúðir stéttarfélaga. Þeir sem þar gista þurfa þegar ekki að greiða virðisaukaskatt og nú ekki heldur nýja gistináttaskattinn. Það er sem sagt verið að hvetja fólk til að gista frekar í sumarbústað en að kaupa sér gistingu á gistiheimili, hóteli eða tjaldstæði. Væru betra ef allir gerðu það? Sumarbústaðahverfin íslensku eru dálítið eins og dreifðar þyrpingar af fámennum klaustrum. Finnist manni hraðinn í Seljahverfinu of mikill þá getur maður farið og slappað af í algerri einangrun í uppsveitum Suðurlands. Orlofsbyggðin hvetur menn ekki til samveru við aðra gesti. Það er enginn bar, veitingastaður eða sundlaug og engin búð nema á Selfossi. Það sem kemst næst því að vera menningarleg þungamiðja slíkra byggða er ruslagámurinn. Menn koma með mat að heiman og skilja sorpið eftir. Auðvitað getur slík einvera verið nærandi en sumarhúsagesturinn skilar samt litlu til landsbyggðarinnar samanborið við einhvern sem gistir inni í bæjarkjarnanum sjálfum, fer á byggðasafnið, borðar á veitingastaðnum og drekkur á barnum að degi loknum. Það gætir nefnilega ákveðinnar aðskilnaðarhyggju í ferðamálum á Íslandi. Útlendingarnir eru látnir gera annað og borga annað. Auðvitað ekki alltaf: Reykvíska staðnum KEX-hostel hefur tekist að neyða heimamenn og ferðamenn upp á hver annan. Meira mætti gera af slíku en skattar sem fæla Íslendinga frá opinberum gististöðum hjálpa ekki til. Aðgangseyri í stað skattsGistináttaskattur er ekki séríslensk uppfinning. Ríkin bera sig ólíkt að, sum hafa slík gjöld, önnur ekki. Sum rukka lægri skatt af gistingu en öðru, önnur innheimta nákvæmlega sömu gjöld af ferðaþjónustu og annarri starfsemi. Það síðastnefnda hljómar skynsamlega. Ef pening vantar til að bæta girðingarnar hjá Gullfossi og Geysi er þá málið að leggja á sérskatt á alla þá sem gista í öðru rúmi en sínu eigin, og deila fénu sem þannig safnast í gegnum miðlæga nefnd stjórnmálamanna og hagsmunaðila? Liggur sú lausn ekki beinast við að rukka einfaldlega inn á Gullfoss og Geysi?