Innlent

Par með hundruð gramma kókaíns

Kókaín innvortis Maðurinn og konan voru hvort um sig með um 170 grömm af kókaíni innvortis.
Kókaín innvortis Maðurinn og konan voru hvort um sig með um 170 grömm af kókaíni innvortis.
Par sem var að koma frá Spáni í byrjun vikunnar reyndist vera með kókaín falið innvortis. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald fram á mánudag, en jafnvel er gert ráð fyrir að fólkið verði látið laust í dag þar sem rannsókn málsins hefur miðað mjög vel.

Það var á mánudag sem maðurinn og konan, sem bæði eru rúmlega þrítug, voru stöðvuð við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð. Fólkið var að koma með flugi frá Spáni með viðkomu í Bretlandi. Grunur vaknaði um að það væri með fíkniefni í fórum sínum, sem reyndist á rökum reistur við nánari skoðun. Lögreglan á Suðurnesjum hafði því fólkið í haldi þar til það skilaði niður af sér samtals um 340 grömmum af kókaíni, sem það hafði komið fyrir í pakkningum innvortis.

Fólkið, sem er íslenskt og búsett á Suðurnesjum, hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarna daga. Það hefur komið við sögu hjá lögreglu, en brotin munu vera fá og í léttvægari kantinum.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×