Innlent

Tilkomumikil ljósasýning Hörpu

Ný átta mínútna löng ljósasýning prýðir nú glerhjúpinn utan um tónlistarhúsið Hörpu.

Glerhjúpurinn og ljósasýningarnar eru eftir Ólaf Elíasson listamann. Ljósin í glerhjúpnum voru fyrst tendruð á Menningarnótt, 21. ágúst, sem hluti af opnunarferli hússins. Lýsingin var þá útfærð til samræmis við birtuna og sólsetrið í ágúst. Nýja ljósasýningin er hins vegar með mun sterkari ljósum en sú sem frumsýnd var á Menningarnótt.

Ljósadíóður í margvíslegum litum og með breytilegum styrk eru í öllum glerhjúpnum. Ólafur hefur hannað margar uppraðanir á ljósunum og mun sú næsta prýða hjúpinn einhvern tímann eftir áramót. Því verður hjúpurinn síbreytilegur.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×