Innlent

Ný nöfn með boðskap og sögu

Frá „Hvassaleitisskóla“Hvassaleitisskóli og Álftamýrarskóli fá sameinaðir nafnið Háaleitisskóli. fréttablaðið/gva
Frá „Hvassaleitisskóla“Hvassaleitisskóli og Álftamýrarskóli fá sameinaðir nafnið Háaleitisskóli. fréttablaðið/gva
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær nöfn á sex nýja sameinaða leikskóla og grunnskóla.

Sameinaður leikskóli Holtaborgar og Sunnuborgar fær nafnið Langholt. Nafn nýja skólans dregur nafn af bænum Syðra-Langholti sem stóð þar nærri sem Langholtskirkja var reist, en leikskólinn er einmitt þar í holtinu.

Sameinaður leikskóli Barónsborgar, Lindarborgar og Njálsborgar fær nafnið Miðborg sem þykir lýsandi fyrir staðsetninguna.

Sameinaður leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili í Ártúnsholti fær nafnið Ártúnsskóli líkt og grunnskólinn hét áður.

Sameinaður grunnskóli Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla fær nafnið Háaleitisskóli.

Sameinaður grunnskóli Borgaskóla og Engjaskóla fær nafnið Vættaskóli, enda stendur hann í næsta nágrenni við hinar friðlýstu Vættaborgir í næsta nágrenni skólanna.

Starfsstöðvarnar tvær munu ganga undir nöfnunum Borgir og Engi.

Sameinaður Korpu- og Víkurskóli fær nafnið Kelduskóli og dregur nafn af örnefnum í næsta nágrenni. Starfsstöðvarnar tvær munu ganga undir nöfnunum Vík og Korpa. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×