Fylgi reglum um starfsanda og góðan skólabrag 15. desember 2011 05:00 Brekkubæjarskóli Meirihluti starfsfólks segist ánægður og fjölskylduráð Akraness styður stjórn Brekkubæjarskóla. Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira