Fylgi reglum um starfsanda og góðan skólabrag 15. desember 2011 05:00 Brekkubæjarskóli Meirihluti starfsfólks segist ánægður og fjölskylduráð Akraness styður stjórn Brekkubæjarskóla. Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira