Lífeyrissjóðir fengu ekki að fjárfesta 15. desember 2011 05:30 keldnaholt Meðal þess sem lífeyrissjóðirnir horfðu til varðandi fjárfestingu var land við Keldnaholt og Keldnaland. Þeir voru reiðubúnir til að kaupa landið og lána Reykjavíkurborg. fréttablaðið/vilhelm Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira