Innlent

3.000 sjómenn í slysavarnaskóla

Æfing Mikill árangur hefur náðst í öryggismálum sjómanna með tilkomu skólans.fréttablaðið/valli
Æfing Mikill árangur hefur náðst í öryggismálum sjómanna með tilkomu skólans.fréttablaðið/valli
Þrjú þúsund sjómenn hafa sótt Slysavarnaskóla sjómanna á árinu 2011. Aldrei hafa jafn margir sótt skólann og í ár.

Þá miklu aukningu sem varð á aðsókn í skólann frá fyrri árum má að mestu leyti rekja til öryggisfræðsluskyldu sem tók gildi fyrir smábáta á árinu 2011.

Löggjafinn hefur sett reglur um að allir sem stunda sjó í atvinnuskyni skuli sækja öryggisfræðslu ásamt endurmenntun á fimm ára fresti. Nemendafjöldi við Slysavarnaskóla sjómanna hefur að sama skapi vaxið jafnt og þétt í gegnum árin. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×