Innlent

Tveir skartgripaþjófar dæmdir

Akureyri Mennirnir brutust inn í þrjú hús á Akureyri og létu greipar sópa.
Akureyri Mennirnir brutust inn í þrjú hús á Akureyri og létu greipar sópa.
Tveir ungir menn, 18 og 24 ára, hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld þjófnaðarbrot. Þeir stálu meðal annars miklu magni af skartgripum, sem sumir voru gamlir, og fjölmörgum fleiri dýrum munum.

Mennirnir brutust inn í þrjú íbúðarhús á Akureyri þar sem þeir létu greipar sópa. Auk skartgripanna sem þeir stálu á öllum stöðunum höfðu þeir á brott með sér dýran sjónvarpsskjá, tölvur, myndavél, upptökuvél, 150 minjagripaskeiðar og tugi þúsunda í peningum í íslenskri og erlendri mynt. Einnig kipptu þeir með sér tveimur tegundum af blóðþrýstingslyfjum og einu spjaldi af róandi lyfi sem einnig dregur úr ofnæmisviðbrögðum

Mennirnir voru gripnir á víðavangi eftir vettvangsrannsókn lögreglu á þriðja innbrotinu. Nokkuð af þýfinu fannst við leit á þeim og við yfirheyrslur játuðu þeir brot sín. Við húsleit lögreglu á heimili þeirra fannst enn meira þýfi og einnig átta kannabisplöntur, sem þeir voru einnig dæmdir fyrir.

Báðir eiga mennirnir sakaferil að baki, mismunandi alvarlegan þó.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×