Innlent

Ríkið sparar 17 milljarða í vaxtagjöld

skúli helgason
skúli helgason
Tæpir 17 milljarðar hafa sparast í vaxtagjöld á því að ná fjárlagahallanum niður. Hann nam hæst tæpum 216 milljörðum árið 2008 en er nú kominn niður í tæpa 50 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum frá fjármálaráðuneytinu sem Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði í á Alþingi í gær.

„Þetta sýnir hvað þessi mikla áhersla á að ná fjárlagahallanum niður getur skipt miklu máli. 17 milljarðar eru nálægt þeirri upphæð sem við setjum í alla háskóla á einu ári og svipuð upphæð sem fer í alla framhaldsskóla á einu ári,“ segir Skúli.

Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminn svokallaða, var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í gær. Umræður stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Efnahags- og viðskiptanefnd hefur lagt til ýmsar breytingar á frumvarpinu.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×