Vill klára að semja og þjóðin fái að kjósa 14. desember 2011 04:30 fjármálaráðherra Segir ekki sjálfgefið að ný aðildarríki að Evrópusambandinu þurfi að taka upp evru. Hann vill ljúka samningum og bera undir þjóðina; annars væri til lítils farið í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira