Vill klára að semja og þjóðin fái að kjósa 14. desember 2011 04:30 fjármálaráðherra Segir ekki sjálfgefið að ný aðildarríki að Evrópusambandinu þurfi að taka upp evru. Hann vill ljúka samningum og bera undir þjóðina; annars væri til lítils farið í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira