Vill klára að semja og þjóðin fái að kjósa 14. desember 2011 04:30 fjármálaráðherra Segir ekki sjálfgefið að ný aðildarríki að Evrópusambandinu þurfi að taka upp evru. Hann vill ljúka samningum og bera undir þjóðina; annars væri til lítils farið í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira