Innlent

Með dóp og bjúghníf á jólahlaðborði

vítisenglar Efndu til jólahlaðborðs fyrir vini og vandamenn í klúbbhúsi sínu í Hafnarfirði síðastliðið laugardagskvöld.
vítisenglar Efndu til jólahlaðborðs fyrir vini og vandamenn í klúbbhúsi sínu í Hafnarfirði síðastliðið laugardagskvöld.
Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra veittu á laugardagskvöld athygli tveimur karlmönnum sem sátu í stolnum bíl fyrir utan klúbbhús Vítisengla í Hafnarfirði. Mennirnir voru handteknir og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kvaðst annar þeirra hafa verið á jólahlaðborði sem Vítisenglar stóðu fyrir þá um kvöldið í höfuðstöðvum sínum.

Við nánari athugun reyndust mennirnir vera með fíkniefni á sér auk þýfis og bjúghnífs sem falinn var vandlega innan klæða. Þá voru mennirnir með tölvuvog sem á stóð „Ég styð Hells Angels“. Þeir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en sleppt að henni lokinni.

Vítisenglarnir höfðu kynnt jólahlaðborðið í fjölmiðlum sem fjölskylduskemmtun þar sem börnin þeirra myndu mæta með þeim, svo og pabbi og mamma og afi og amma. Vinir og vandamenn væru velkomnir og frítt inn fyrir börn yngri en tólf ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×