Segir skatt vegna skuldamála styrkja lífeyrissjóði 13. desember 2011 06:00 steingrímur j. sigfússon helgi hjörvar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna. „Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.“ Steingrímur segir skattinn hluta af samkomulagi stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða til að koma til móts við skuldug heimili. Fjármunir nýtist til vaxtaniðurgreiðslu. Um tímabundna aðgerð til tveggja ára sé að ræða. Ríkissjóður leggi 2,5 milljarða í verkefnið, bankarnir 2,1 og lífeyrissjóðir 1,4 milljarða hvort árið. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi lífeyrissjóða og það eru engin áform um þetta sem framtíðarskatta. Þetta er algjörlega bundið við þessa aðgerð.“ Steingrímur dregur mjög í efa að þetta hafi áhrif á lífeyrisréttindi og getu sjóðanna til útgreiðslu. Staða sjóðanna hefði síst orðið betri hefði ekkert samkomulag náðst um málið. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að málið sé enn til umfjöllunar hjá nefndinni og verði tekið fyrir síðar í vikunni. Skatturinn á lífeyrissjóðina sé einskiptisaðgerð og hlutur lífeyrissjóðanna í 12 milljarða greiðslu til skuldugra heimila í landinu. Hann segir ekki áform uppi um að hrófla við skattinum. „Við höfum ekki uppi áform um það en til athugunar er hvort þetta auki ójafnað á milli þeirra sem eru í opinbera kerfinu annars vegar og almenna kerfinu hins vegar.“ - kóp Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
helgi hjörvar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna. „Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.“ Steingrímur segir skattinn hluta af samkomulagi stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða til að koma til móts við skuldug heimili. Fjármunir nýtist til vaxtaniðurgreiðslu. Um tímabundna aðgerð til tveggja ára sé að ræða. Ríkissjóður leggi 2,5 milljarða í verkefnið, bankarnir 2,1 og lífeyrissjóðir 1,4 milljarða hvort árið. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi lífeyrissjóða og það eru engin áform um þetta sem framtíðarskatta. Þetta er algjörlega bundið við þessa aðgerð.“ Steingrímur dregur mjög í efa að þetta hafi áhrif á lífeyrisréttindi og getu sjóðanna til útgreiðslu. Staða sjóðanna hefði síst orðið betri hefði ekkert samkomulag náðst um málið. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að málið sé enn til umfjöllunar hjá nefndinni og verði tekið fyrir síðar í vikunni. Skatturinn á lífeyrissjóðina sé einskiptisaðgerð og hlutur lífeyrissjóðanna í 12 milljarða greiðslu til skuldugra heimila í landinu. Hann segir ekki áform uppi um að hrófla við skattinum. „Við höfum ekki uppi áform um það en til athugunar er hvort þetta auki ójafnað á milli þeirra sem eru í opinbera kerfinu annars vegar og almenna kerfinu hins vegar.“ - kóp
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira