Krydda tómatarækt með hestasýningum 13. desember 2011 05:30 Knútur Rafn Ármann Ræktar á 5.200 fermetrum eftir stækkun. Ferðamenn eru mjög forvitnir um ræktun grænmetis á „sólarlausu“ Íslandi.fréttablaðið/stefán Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira