Þögnin um fógetaafmælið 10. desember 2011 06:00 Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundruð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á myndarlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Það var hollt fyrir þjóðina að minnast tvöhundruð ára fæðingarafmælis Jóns forseta fyrr á þessu ári. Það hefði einnig verið góð næring í rótleysi líðandi stundar að rifja upp sögu Skúla fógeta til þess að meta hver áhrif hugsjónir hans og atorka höfðu. Hann ruddi sannarlega brautina fyrir nýsköpun í atvinnumálum, hann ljáði framtaki einstaklinganna nýja vængi og hann braut fyrstu hlekki verslunarhaftanna. En hvers vegna ríkir þögn um slík tímamót? Hefði ekki einmitt mátt nota þau til að sýna hvers þessi þjóð var megnug þegar róðurinn var þyngstur? Á sama hátt má spyrja hvort ekki hefði verið kjörið tækifæri til þess að ræða hugmyndafræði endurreisnarinnar þá og nú? Vel má vera að þögnin eða áhugaleysið stafi af því að upprifjun á þessari sögu fellur ekki allskostar að þeim meginstraumum í pólitík sem ryðjast fram um þessar mundir. Annars vegar er hugmyndafræði ríkisvaldsins sem vinnur að því að veikja frjálst framtak í atvinnulífinu. Hins vegar er sú hreyfing sem berst gegn frekari alþjóðlegri styrkingu á pólitískri og viðskiptalegri stöðu frjálsrar atvinnustarfsemi.Tvær stefnur Í alþýðufyrirlestrum Jóns Jónssonar sagnfræðings um íslenskt þjóðerni frá 1903 er baráttumönnum endurreisnarinnar eftir miðja átjándu öld skipt í tvo flokka. Annar vildi láta Íslendinga byggja framfaraviðleitnina á almennum grundvelli en hinn vildi láta þá byggja eingöngu á þjóðlegum grundvelli. þarna voru annars vegar á ferð Biskupssonaflokkurinn undir forystu Hannesar Finnssonar sem benti þjóðinni út á við til annarra þjóða og hins vegar Bændasonaflokkurinn undir forystu Eggerts Ólafssonar sem benti henni inn á við og aftur í tímann til forfeðranna. Út úr þessu varð að mati Jóns talsverð keppni sem leiddi til öfga á báða bóga sem aftraði því að menn leituðu meðalhófs. Svo mikið hafa tímarnir breyst á meir en tveimur öldum að erfitt er að draga upp hliðstæður. En framhjá hinu verður ekki litið að nú eins og þá er tekist á um endurreisn íslensks atvinnulífs annars vegar með skírskotun til þess sem vel hefur reynst í fortíðinni og hins vegar með tilvísun í þá almennu möguleika sem ríkari alþjóðleg samvinna hefur upp á að bjóða. Slík togstreita er ekki ný af nálinni. Hún hefur fylgt þjóðinni um langan tíma. Því hefði verið fróðlegt að minnast þriggja alda fæðingarafmælis Skúla fógeta og draga fram í sögulegu samhengi málefnaleg átök um frjálst framtak og atvinnufrelsi í ljósi þjóðernishyggju og alþjóðasýnar. Þegar horft er til baka má ugglaust leiða að því rök að til lengri tíma hafi tekist að halda sæmilegu jafnvægi á þessum vogarskálum.Framtíðin Að því virtu ætti að vera óhætt að setja fram þá bjartsýniskenningu að þau pólitísku átök sem nú standa þurfa ekki að tefja framgang endurreisnarinnar nema um skamma hríð. Það ræðst þó af því hvenær meðalhóf milli þjóðernishyggju og alþjóðahyggju nær að móta framtíðina og hvenær skilningur vex aftur á þeirri staðreynd að frjálst framtak nær sér ekki á strik á ný á Íslandi nema landið njóti að fullu sömu samkeppnisskilyrða og helstu viðskiptaþjóðirnar. Spurningin sem þarf að svara er ekki sú hvenær stjórnvöld leysi vandann. Hún lýtur að því hvenær stjórnvöld og þeir pólitísku kraftar sem ráða framgangi mála leyfa frjálsu framtaki að finna þær leiðir sem duga til þess. Það gerist ekki í hagkerfi gjaldeyrishafta. Hætt er við að þeir fjötrar losni ekki ef óttinn við aukið alþjóðlegt samstarf verður ríkjandi til lengri tíma. Peningar eru að sönnu sálarlausir, jafn mikilvægir og þeir eru í búskap allra þjóða sem milliliður allra milliliða. Eigi þeir að þjóna mannlegu samfélagi þurfa þeir að lúta siðareglum þess. Með vaxandi alþjóðaviðskiptum geta þjóðir ekki tekist á við það verkefni einar og sér. Það kallar á samvinnu og samstarf. Þjóðríkin þurfa einfaldlega í ríkari mæli að fylgja samræmdum leikreglum á þessu sviði í þeim tilgangi að lögmál peninganna þjóni þeim en taki ekki völdin. Þegar menn leggja á ráðin um framtíð Íslands þarf að skoða hana í þessu ljósi. Um leið er hollt að vega og meta þá krafta sem togast hafa á í samfélaginu í gegnum tíðina með fullri vitund um að hver tími kallar á sínar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundruð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á myndarlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Það var hollt fyrir þjóðina að minnast tvöhundruð ára fæðingarafmælis Jóns forseta fyrr á þessu ári. Það hefði einnig verið góð næring í rótleysi líðandi stundar að rifja upp sögu Skúla fógeta til þess að meta hver áhrif hugsjónir hans og atorka höfðu. Hann ruddi sannarlega brautina fyrir nýsköpun í atvinnumálum, hann ljáði framtaki einstaklinganna nýja vængi og hann braut fyrstu hlekki verslunarhaftanna. En hvers vegna ríkir þögn um slík tímamót? Hefði ekki einmitt mátt nota þau til að sýna hvers þessi þjóð var megnug þegar róðurinn var þyngstur? Á sama hátt má spyrja hvort ekki hefði verið kjörið tækifæri til þess að ræða hugmyndafræði endurreisnarinnar þá og nú? Vel má vera að þögnin eða áhugaleysið stafi af því að upprifjun á þessari sögu fellur ekki allskostar að þeim meginstraumum í pólitík sem ryðjast fram um þessar mundir. Annars vegar er hugmyndafræði ríkisvaldsins sem vinnur að því að veikja frjálst framtak í atvinnulífinu. Hins vegar er sú hreyfing sem berst gegn frekari alþjóðlegri styrkingu á pólitískri og viðskiptalegri stöðu frjálsrar atvinnustarfsemi.Tvær stefnur Í alþýðufyrirlestrum Jóns Jónssonar sagnfræðings um íslenskt þjóðerni frá 1903 er baráttumönnum endurreisnarinnar eftir miðja átjándu öld skipt í tvo flokka. Annar vildi láta Íslendinga byggja framfaraviðleitnina á almennum grundvelli en hinn vildi láta þá byggja eingöngu á þjóðlegum grundvelli. þarna voru annars vegar á ferð Biskupssonaflokkurinn undir forystu Hannesar Finnssonar sem benti þjóðinni út á við til annarra þjóða og hins vegar Bændasonaflokkurinn undir forystu Eggerts Ólafssonar sem benti henni inn á við og aftur í tímann til forfeðranna. Út úr þessu varð að mati Jóns talsverð keppni sem leiddi til öfga á báða bóga sem aftraði því að menn leituðu meðalhófs. Svo mikið hafa tímarnir breyst á meir en tveimur öldum að erfitt er að draga upp hliðstæður. En framhjá hinu verður ekki litið að nú eins og þá er tekist á um endurreisn íslensks atvinnulífs annars vegar með skírskotun til þess sem vel hefur reynst í fortíðinni og hins vegar með tilvísun í þá almennu möguleika sem ríkari alþjóðleg samvinna hefur upp á að bjóða. Slík togstreita er ekki ný af nálinni. Hún hefur fylgt þjóðinni um langan tíma. Því hefði verið fróðlegt að minnast þriggja alda fæðingarafmælis Skúla fógeta og draga fram í sögulegu samhengi málefnaleg átök um frjálst framtak og atvinnufrelsi í ljósi þjóðernishyggju og alþjóðasýnar. Þegar horft er til baka má ugglaust leiða að því rök að til lengri tíma hafi tekist að halda sæmilegu jafnvægi á þessum vogarskálum.Framtíðin Að því virtu ætti að vera óhætt að setja fram þá bjartsýniskenningu að þau pólitísku átök sem nú standa þurfa ekki að tefja framgang endurreisnarinnar nema um skamma hríð. Það ræðst þó af því hvenær meðalhóf milli þjóðernishyggju og alþjóðahyggju nær að móta framtíðina og hvenær skilningur vex aftur á þeirri staðreynd að frjálst framtak nær sér ekki á strik á ný á Íslandi nema landið njóti að fullu sömu samkeppnisskilyrða og helstu viðskiptaþjóðirnar. Spurningin sem þarf að svara er ekki sú hvenær stjórnvöld leysi vandann. Hún lýtur að því hvenær stjórnvöld og þeir pólitísku kraftar sem ráða framgangi mála leyfa frjálsu framtaki að finna þær leiðir sem duga til þess. Það gerist ekki í hagkerfi gjaldeyrishafta. Hætt er við að þeir fjötrar losni ekki ef óttinn við aukið alþjóðlegt samstarf verður ríkjandi til lengri tíma. Peningar eru að sönnu sálarlausir, jafn mikilvægir og þeir eru í búskap allra þjóða sem milliliður allra milliliða. Eigi þeir að þjóna mannlegu samfélagi þurfa þeir að lúta siðareglum þess. Með vaxandi alþjóðaviðskiptum geta þjóðir ekki tekist á við það verkefni einar og sér. Það kallar á samvinnu og samstarf. Þjóðríkin þurfa einfaldlega í ríkari mæli að fylgja samræmdum leikreglum á þessu sviði í þeim tilgangi að lögmál peninganna þjóni þeim en taki ekki völdin. Þegar menn leggja á ráðin um framtíð Íslands þarf að skoða hana í þessu ljósi. Um leið er hollt að vega og meta þá krafta sem togast hafa á í samfélaginu í gegnum tíðina með fullri vitund um að hver tími kallar á sínar lausnir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun