Ævintýri að austan Gerður Kristný skrifar 5. desember 2011 06:00 Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur. Ég fór í fylgd ljósmyndara en hann beið úti í bíl á meðan viðtalið fór fram. Að því loknu komum við viðmælandinn okkur saman um að myndir yrðu teknar af honum úti, enda var hann á leiðinni í „frímínútur“. Þegar við ljósmyndarinn sáum manninn stilla sér upp rétt fyrir innan háu girðinguna snöruðumst við út úr bílnum og laumuðumst nær, rétt eins og við værum aðalpersónur í drengjabók frá 6. áratugnum sem hefði þá getað heitið Júlli og Jónsi komast í hann krappann. Myndum var smellt af í flýti en því næst hentumst við upp í bílinn og ókum í burtu. Fangaverðirnir urðu vitaskuld varir við okkur. Við vorum því ekki komin langt þegar blikkandi ljós sáust í baksýnisspeglinum og ýl barst til eyrna. Selfosslögreglan var mætt og fór fram á að við kæmum niður á stöð og útskýrðum hvað við hefðum verið að flækjast. Á leiðinni þangað bað ég ljósmyndarann, mikinn hæglætismann, að hafa orð fyrir okkur. Mig grunaði að það færi best á því. Ljósmyndarinn gerði sér lítið fyrir og sagði Selfosslöggunni að við hefðum verið að taka myndir fyrir Hús og híbýli. Ætli það hafi ekki verið þá sem það hvarflaði að mér að þessi indæli félagi minn, Gísli Egill Hrafnsson, gæti alveg fengið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna einn daginn. Og nú hefur það gerst því matreiðslu- og lífsstílsbókin Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar eftir hjónin Gísla Egil og Ingu Elsu Bergþórsdóttur hefur verið tilnefnd í flokki fræðibóka. Efnið er kannski ekki í stíl við lífið á Litla-Hrauni en ég hef oft leikið mér að því í huganum að semja viðtölin sem ég hefði getað tekið þar fyrir Hús og híbýli: „Það er nú svolítið þröngt hjá þér en samt gaman að sjá hvernig þú nýtir rýmið ... svo eru þessir rimlar hérna alveg brilljant. Eru þeir frá Philippe Starck, segirðu?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur. Ég fór í fylgd ljósmyndara en hann beið úti í bíl á meðan viðtalið fór fram. Að því loknu komum við viðmælandinn okkur saman um að myndir yrðu teknar af honum úti, enda var hann á leiðinni í „frímínútur“. Þegar við ljósmyndarinn sáum manninn stilla sér upp rétt fyrir innan háu girðinguna snöruðumst við út úr bílnum og laumuðumst nær, rétt eins og við værum aðalpersónur í drengjabók frá 6. áratugnum sem hefði þá getað heitið Júlli og Jónsi komast í hann krappann. Myndum var smellt af í flýti en því næst hentumst við upp í bílinn og ókum í burtu. Fangaverðirnir urðu vitaskuld varir við okkur. Við vorum því ekki komin langt þegar blikkandi ljós sáust í baksýnisspeglinum og ýl barst til eyrna. Selfosslögreglan var mætt og fór fram á að við kæmum niður á stöð og útskýrðum hvað við hefðum verið að flækjast. Á leiðinni þangað bað ég ljósmyndarann, mikinn hæglætismann, að hafa orð fyrir okkur. Mig grunaði að það færi best á því. Ljósmyndarinn gerði sér lítið fyrir og sagði Selfosslöggunni að við hefðum verið að taka myndir fyrir Hús og híbýli. Ætli það hafi ekki verið þá sem það hvarflaði að mér að þessi indæli félagi minn, Gísli Egill Hrafnsson, gæti alveg fengið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna einn daginn. Og nú hefur það gerst því matreiðslu- og lífsstílsbókin Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar eftir hjónin Gísla Egil og Ingu Elsu Bergþórsdóttur hefur verið tilnefnd í flokki fræðibóka. Efnið er kannski ekki í stíl við lífið á Litla-Hrauni en ég hef oft leikið mér að því í huganum að semja viðtölin sem ég hefði getað tekið þar fyrir Hús og híbýli: „Það er nú svolítið þröngt hjá þér en samt gaman að sjá hvernig þú nýtir rýmið ... svo eru þessir rimlar hérna alveg brilljant. Eru þeir frá Philippe Starck, segirðu?“
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun