Innlent

Fleiri hlynntir göngugötu

Göngugatan á akureyri Helmingur Akureyringa er hlynntur því að loka fyrir umferð í miðbænum.mynd úr safni
Göngugatan á akureyri Helmingur Akureyringa er hlynntur því að loka fyrir umferð í miðbænum.mynd úr safni
Ríflega helmingur Akureyringa er frekar eða mjög hlynntur því að banna akstur í Hafnarstræti, eða Göngugötunni svokölluðu. 36 prósent eru frekar eða mjög andvíg banni. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri og greint er frá í Akureyri Vikublaði.

Þar kemur fram að fleiri konur eru hlynntar göngugötu en karlar, eða 55 prósent kvenna á móti 45 prósentum karla. Niðurstöðurnar byggja á 506 svörum við símakönnun sem gerð var um miðjan október. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×