Innlent

Kolaportið lagt niður um tíma

Gunnar Hákonarson
Gunnar Hákonarson
„Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð af hálfu ríkissjóðs. Vanvirðing við mannlífið og menninguna sem tengjast starfseminni,“ segir Gunnar Hákonarson, markaðsstjóri Kolaportsins, sem verður lokað í allt að átján mánuði frá og með júní á næsta ári vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda í Tollhúsinu.

Tollstjórinn í Reykjavík hyggst reisa þar ramp undir bílastæði fyrir starfsmenn, samhliða viðgerðum á þaki. Breytingar hafa verið áætlaðar síðan árið 2008. Þá undirrituðu fjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg viljayfirlýsingu þar sem segir að þess verði gætt að starfsemi Kolaportsins verði að stærstum hluta óröskuð.- rve




Fleiri fréttir

Sjá meira


×