Blönduvirkjun hafði mikil áhrif á bleikjustofna vatna 3. desember 2011 07:00 Blanda á yfirfalli Sem laxveiðiá breyttist Blanda mikið til batnaðar þegar hún var virkjuð. Nú er oft talað um veiði fyrir og eftir yfirfall í Blöndulóni, en þá litast Blanda og verður erfið til stangveiða.mynd/jónas sigurgeirsson Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira