Innlent

Katla-jarðvangur viðurkenndur alþjóðlega

Frá Snæfellsnesi Hugmyndir um stofnun jarðvangs verða ræddar í dag í Breiðabliki.
fréttablaðið/vilhelm
Frá Snæfellsnesi Hugmyndir um stofnun jarðvangs verða ræddar í dag í Breiðabliki. fréttablaðið/vilhelm
Fyrsti jarðvangurinn, Katla-jarðvangur, fékk í byrjun september inngöngu í Evrópusamtök jarðvanga (European Geoparks Network) og í alþjóðasamtök jarðvanga hjá Sameinuðu þjóðunum (UNESCO Global Geopark Network). Svæði jarðvangsins er Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Undirbúningur stóð yfir í tvö ár.

Þetta er meðal þess sem rætt verður rætt á fræðslu- og umræðufundi í dag í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Tilefnið er að í aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps og aðalskipulagi Helgafellssveitar fyrir sama tímabil eru hugmyndir um stofnun jarðvangs í sveitarfélögunum. Þá verður einnig sagt frá undirbúningi að stofnun Jarðvangs á Reykjanesi.

Hugmyndafræðin að baki jarðvöngum er áhersla á jarðfræðilega fjölbreytni, sögu og menningu tiltekins svæðis, sem kalla má samþættingu mannlífs og náttúru. Áhersla er lögð á sjálfbærni, varðveislu fornminja og náttúruminja og öflugt atvinnulíf, sérstaklega ferðamennsku.

Nú hafa verið stofnaðir 87 jarðvangar í 27 löndum og þeim fjölgar hratt um allan heim. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×