Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn 2. desember 2011 03:45 Katrín Jakobsdóttir Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira