Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn 2. desember 2011 03:45 Katrín Jakobsdóttir Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira