Innlent

Ekki stefnt að þjóðnýtingu

Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að ályktun á stjórnarfundi félagsins á þriðjudag, um að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá.

Í samtali við Vísi í gær sagði Líf að tilgangur með ályktuninni hefði alls ekki verið að mæla með eignaupptöku, heldur væri ætlunin að skapa umræðu um málaflokkinn. Þá sé gerður greinarmunur á bújörðum og hefðbundnu nytjalandi annars vegar og víðernum hins vegar.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×