Innlent

Leigja nú fimm myndir á ári

horft á myndband Sala á myndböndum hefur aukist en leiga dregist saman á undanförnum árum. mynd/getty
horft á myndband Sala á myndböndum hefur aukist en leiga dregist saman á undanförnum árum. mynd/getty
Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Fjöldi útleigðra myndbanda og mynddiska hefur dregist saman um eina og hálfa milljón eintaka frá því þegar mest var. Á síðasta ári er áætlað að um 1,6 milljónir myndbanda hafi verið leigð út en árið 2001 var sú tala 3,1 milljón. Taka verður með í reikninginn að nú er hægt að leigja myndir á vegum myndveita í gegnum síma og sjónvarp.

Yfir ellefu hundruð titlar leigu- og sölumynda komu út hér á landi í fyrra á vegum stærstu útgefenda. Langflestar myndir sem gefnar eru út eru bandarískar, rúmlega 80 prósent.

Rúmlega 750 þúsund eintök af myndum voru seld í fyrra. Verðmæti myndanna var 827 milljónir króna. 871 þúsund eintök seldust árið 2009 og því fækkaði seldum eintökum um 119 þúsund milli ára. Fjöldinn fór mest í rúmlega 900 þúsund eintök árið 2008. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×