Innlent

Jón samþykkti 600 milljónir frá ESB

jón bjarnason
jón bjarnason
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði með 600 milljóna króna styrkjum frá Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildarumsóknar Íslands. Fjárlög 2012 voru samþykkt til þriðju umræðu í gær eftir langar umræður.

Breytingatillögur fjárlaganefndar um 4,1 milljarðs króna aukin útgjöld á næsta ári voru samþykktar.

Styrkirnir frá Evrópusambandinu eru svokallaðir IPA-styrkir, en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að vera styrkir til aðlögunar, meðal annars af Jóni Bjarnasyni. Skemmst er að minnast þess að stjórnarformaður Matís ohf. sagði pólitíska afstöðu Jóns, sem fer með eignarhluta ríkisins í félaginu, hafi ráðið miklu um að hætt var við að sækja um 300 milljónir króna í slíka styrki til eiturefnamælinga.

Styrinn um Jón stendur enn og birtu stuðningsmenn hans auglýsingu í dagblöðum í gær, þar sem hann var sagður standa traustan vörð gegn aðild Íslands að ESB. Er það liður í valdabaráttu innan Vinstri grænna.- kóp / sjá síðu 18




Fleiri fréttir

Sjá meira


×