Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar 1. desember 2011 02:30 Dagur B. Eggertsson Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira