110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki 1. desember 2011 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur. Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur.
Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira