Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir 30. nóvember 2011 07:00 Hrönn Eggertsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segjast hætta í Brekkubæjarskóla eftir að hafa fengið á sig óverðskuldaðar ásakanir frá forseta bæjarstjórnar sem blandað hafi sér í stjórn skólans. Mynd/Salbjörg Ósk Reynisdóttir Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira