Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring 30. nóvember 2011 11:00 alþingi Stjórnarandstæðingar fóru ekki í grafgötur með það á þingi í gær að þeir teldu landið í raun stjórnlaust. Kölluðu sumir þeirra eftir kosningum þegar í stað.fréttablaðið/gva Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira