Innlent

Telja enga stefnu í fimm ára áætlun

Ráðhúsið í Reykjabvík
Meirihlutinn í borgarstjórn segir að í fyrsta sinn í langan tíma sé reynt að spá fyrir um næstu ár í rekstri borgarinnar.
Fréttablaðið/Valli
Ráðhúsið í Reykjabvík Meirihlutinn í borgarstjórn segir að í fyrsta sinn í langan tíma sé reynt að spá fyrir um næstu ár í rekstri borgarinnar. Fréttablaðið/Valli
Borgarráðsfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna segja „mjög slæmt“ að boðað sé til aukafunda í borgarráði og borgarstjórn í lok árs vegna fimm ára áætlunar um rekstur borgarinnar.

Í borgarráði í gær bókaði minnihlutinn að fimm ára áætlunin hefði samkvæmt yfirlýsingum átt að liggja fyrir í september. Borgarráðsfulltrúar væru þó að sjá gögnin fyrst núna. Illa sé staðið að verki.

„Við fyrstu sýn virðist því sem frumvarpið innihaldi enga stefnu eða pólitíska sýn, heldur aðeins upplýsingar um forsendur fjármála borgarinnar næstu árin. Nær væri að leggja slíkt plagg fram sem minnisblað eða greinargerð en varla sem frumvarp að fimm ára áætlun,“ bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar sögðu hins vegar að nú væri í fyrsta sinn í langan tíma lögð fram langtímaáætlun í fjármálum borgarinnar þar sem ítarlega væri reynt að spá fyrir um aðstæður næstu ára.

„Fullyrðingar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um að fimm ára áætlun sé seint á ferð eru furðulegar því slík áætlun hefur ekki áður verið lögð fram jafnsnemma og raunar hefur fimm ára áætlun aldrei verið lögð fram áður,“ bókaði meirihlutinn. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×