Innlent

Ólína: „Enginn grunnur að sátt“

Atkvæðagreiðsla um Icesave á Alþingi kl. 13.30

Ólína Þorvarðardóttir
Atkvæðagreiðsla um Icesave á Alþingi kl. 13.30 Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar, og fulltrúi í atvinnuveganefnd, segir frumvarpsdrögin ekki koma til móts við greinargerð sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd sendu ráðherra síðastliðið haust.

„Við lögðum fram tillögur um breytingar, en ég fæ ekki séð af þessum drögum að hann hafi nokkuð orðið við því, sem heitið getur. Þetta er í mínum huga enginn grunnur að sátt í þessu máli. Maður spyr sig hversu lengi má þynna þetta frumvarp út, því það verður sífellt marklausara.“

Ólína segir málið vera það mikilvægasta sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með og fyrirheit sem flokkarnir verði að standa við. Hún vonast til þess að hreyfing komist á málið undir stjórn Guðbjarts Hannessonar og Katrínar Jakobsdóttur.

„Ég vona að við stjórnarþingmenn fáum að ljúka málinu og leggja okkar mark á þessa vinnu eins og við hefðum kosið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×