Innlent

LÍÚ: Nýtingartími verði minnst 30-40 ár

Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson
„Við erum alfarið ósátt við þessar hugmyndir,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem gerir miklar athugasemdir við frumvarpsdrögin, meðal annars um nýtingartímann sem þyrfti að vera mun lengri.

„Nýtingartíminn hefur gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækjanna og fjármögnunarmöguleika. Við útgerðarmenn erum með stjórnarskrárvarinn rétt sem verður ekki tekinn af okkur, en höfum hins vegar fallist á að breyta ótímabundnum rétti í tímabundinn. Þá er mikilvægt að samningstíminn sé nógu langur og framlengingarréttur sé skýr. Í þessu samhengi má benda á orkugeirann þar sem afnotasamningar eru miklu lengri og rætt um 30 til 40 ár í því samhengi. Við teljum sanngjarnt að í sjávarútvegi verði miðað við sama tíma og í orkumálum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×